2015 - Hjartaheill 2016

Kaupum hjartanæluna - auglýsing

Kaupum hjartanælunaHjartaheill stendur fyrir margþættri starfsemi, svo sem forvörnum og ókeypis mælingum á blóðgildum sem hefur sýnt sig að getur bjargað mannslífum - með kaupum á Hjartanælunni leggur þú öflugum samtökum lið í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna. Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna eða hér

Heilsufarsmælingar í Breiðholti

heilsueflandibreidholtveggspjald

Hjartaheill og SÍBS taka þátt í Heilsueflandi Breiðholti með ókeypis heilsufarsmælingum laugardaginn 10. desember kl. 10-16 í Heilsugæslunni í Mjódd. 

Þar gefst Breiðhyltingum kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðsykur, blóðfitu og súrefnismettun auk þess að taka þátt í lýðheilsukönnun SÍBS Líf og heilsa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna í Mjódd og hjúkrunarfræðingur verður á staðnum og býður upp á ráðgjöf til þeirra sem hafa áhyggjur af niðurstöðum mælinga. 

Þekkir þú gildin þín?

Hjartaheill og SÍBS  hafa boðið íslendingum upp á heilsufarsmælingar um árabil en lífsstílssjúkdómar á borð við hjarta og æðasjúkdómar eru algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á Vesturlöndum. Lífstílssjúkdómar eru að verða heilsufarsvandi númer eitt en eiga það þó sameiginlegt að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði og hreyfingu. 

Heilsufarsmælingarnar eru liður í fjölþættu forvarna- og fræðslustarfi SÍBS og Hjartaheilla.

Skiptir uppruninn máli…. eða er það leitin að honum?

Skiptir uppruninn máli… eða er það leitin að honum?

Skiptir uppruninn máli…. eða er það leitin að honum?

Opinn fræðslufundur í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar
Sturlugötu 8, fimmtudaginn 15.desember kl.17.00 - 18.30

Erindi flytja:
Kári Stefánsson - Örsögur um leit
Ásdís Halla Bragadóttir - Tvísaga
Brynja Dan Gunnarsdóttir - Leitin að upprunanum
Agnar Helgason - Saga Hans Jónatans rakin úr erfðaefni afkomenda


Kaffiveitingar frá kl. 16.30 - allir velkomnir

Jólabingó Hjartaheilla og Samtaka lungnasjúklinga 2016

mynd

Jólabingó Hjartaheilla og Samtaka lungnasjúklinga 2016.

Mánudaginn 5. desember 2016 kl. 19:30 verður hið árlega jólabingó í Síðumúla 6, 2 hæð - lyfta. Fullt af flottum vinningum.
 
Í ár ætlum við að halda Bingóið í samstarfi við Samtök lungnasjúklinga, spjaldið kostar ekkert og er eitt spjald á mann.


Kaffi og kökur í hálfleik.
 

Á alla okkar viðburði eru allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomnir, sjáumst hress. 
 
Gleðileg jól og hjartans þakkir fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða, stjórn og starfsmenn Hjartaheilla og Samtaka lungnasjúklinga.

Staðreynd að fólk deyr á biðlist­um

asiMikið álag hef­ur verið á Land­spít­al­an­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Stífla í starf­semi Land­spít­al­ans veld­ur áhyggj­um for­svars­manna Hjarta­heilla og Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni. Álag hef­ur auk­ist á bráðamót­tök­unni og mik­il þörf er á frek­ari úr­bót­um fyr­ir sjúk­linga sem geta út­skrif­ast en kom­ast ekki af Land­spít­al­an­um, þar sem önn­ur úrræði standa ekki til boða.