2004 2004

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Stjórn og starfsfólk HjartaHeilla sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól, farsælt nýtt ár og þakkar stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða.

Eitt símtal og þú styrkir HjartaHeill

Samtökin eiga tvö svokölluð 900 númer sem hægt er að hringja í og gjaldfærist þá sjálfkrafa ákveðin upphæð á símareikning viðkomandi. Ef þú sérð þér fært að styðja við bakið á samtökunum með því að hringja í annað hvort númerið þ.e. 907-2005 og þá gjaldfærast 500,- kr. eða 907-2001 og þá gjaldfærast 1.000,- kr. leggur þú HjartaHeill lið í baráttu samtakanna við þann skæða sjúkdóm sem sífellt herjar á yngra fólk en þess má geta að á 4. til 6. hverja klukkustund fær Íslendingur hjartaverk eða hjartaáfall og þarf aðstoðar við.

Mikil viðbrögð við verðkönnun

Í nýútkomnu fréttablaði Hjartaheilla, Velferð er að finna verðkönnun á nokkrum algengum hjartalyfjum. Gríðarlegur verðmunur kom í ljós, eða allt að 50%. Hægt er að nálgast blaðið hér á heimasíðunni okkar og félagsmenn fá blaðið sent heim í pósti. Það er ljóst að félagsmenn hafa brugðist við þessari könnun þegar í stað og segir Kristín G. Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og eigandi Rima Apóteks að mikil aukning sé í sölu þeirra lyfja sem tilgreind voru í könnuninni.

Lesa meira

Myndarleg gjöf frá Subway á Íslandi

Subway á Íslandi hefur afhent HjartaHeill ávísun upp á ríflega 800 þúsund krónur. Þessir peningar söfnuðust á alþjóðlega hjartadaginn og er árangur af samstarfi Subway og HjartaHeilla. Subway lofaði að styrkja samtökin með allri sölu af svokölluðum 7 undir 6 bátum hjá fyrirtækinu og einnig allri sölu vegna Topps frá Vífilfelli, á alþjóðlega hjartadaginn.

Gegn þessum styrk hefur Subway nú leyfi til að nota merki HjartaHeilla til að auglýsa heilsubátana, enda mæla samtökin með neyslu þeirra. Þessir bátar innihalda innan við sex grömm af fitu og eru án efa hollasti skyndibiti sem í boði er. 

Lesa meira

Bankareikningur HjartaHeilla.

Vinsamlega athugið að við höfum lokað eftirfarandi reikningum hjá Íslandsbanka þ.e. 513-26-663 og 513-26-1498. Aðalreikningur samtakanna er því 513-26-8739.

Morgunverðarfundur Sálfræðingafélag Íslands fimmtudaginn 25. nóvember 2004

Sálfræðingafélag Íslands vill vekja athygli  á morgunverðarfundi sem haldinn er af Sálfræðingfélaginu fimmtudaginn 25. nóvember 2004, kl: 8:30-10:30 á Grand Hóteli í Reykjavík í Háteigi undir heitinu: Hagur í andlegri heilsu: Forgangsröðun sálfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu.
Á fundinum verður fjallað um framfarir í þróun sálfræðiþjónustu og breyttar þarfir innan heilbrigðiskerfisins.
 

Ókeypis mæling að Hótel Framnesi laugardaginn 27. nóvember n.k.

Þann 27. nóvember n.k., kl. 11:00 – 14:00 verður Grundfirðingum boðin ókeypis kólesterólmæling á Hótel Framnesi, Nesvegi 8 í Grundarfirði. Mælingin verður gerð með nýjum mælum, CardioChek, sem reynst hafa vel og hlotið viðurkenningu í Bandaríkjunum. Mælingarnar eru skipulagðar af Félagi hjartasjúklinga á Vesturlandi, og  HjartaHeill, Landssamtökum hjartasjúklinga í samvinnu við heilsugæsluna og lyfjafyrirtækið AstraZeneca.

Lesa meira

Fræðslufundur laugardaginn 20. nóvember 2004

Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu minnir félagsmenn sína á áður auglýstan félagsfund á Hótel Sögu „Sunnusal“ laugardaginn 20. nóvember 2004 kl. 14:00.
Þórir Guðbergsson flytur erindi um „Létta lund – Lífsstíl - Lífsorku“ 
Fundarlok áætluð kl. 1600

Afnám virðisaukaskatts á lyf – raunveruleg kjarabót

Á 34. þingi SÍBS sem halið var dagana 22. og 23. október s.l. var samþykkt einróma að skora á ríkisstjórn Íslands að leggja niður virðisaukaskatt á lyf. Sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin lofað því, í málefnasamningi sínum, að lækka skatta og endurskoða virðisaukakerfið. Allir eru sammála um að slíkar aðgerðir eiga að gagnast sem flestum en helst þeim sem minnst mega sín; þurfa á slíkum kjarabótum að halda. Ofangreind ályktun er lögð fram með það í huga að minnka greiðslubyrði notenda, að ávinningurinn skili sér til þeirra og verði ekki skertur með hækkun greiðsluþátttöku eða hækkun smásöluverðs.

Lesa meira

Veistu kólesterólgildi þitt?

         HjartaHeill, Landssamtök hjartasjúklinga, Félag hjartasjúklinga í Vestmannaeyjum,

         starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmanneyjum og lyfjafyrirtækið AstraZeneca

         standa fyrir blóðfitumælingum í Alþýðuhúsinu laugardaginn 20. nóvember 2004 frá kl. 1100

         til 1400.

         Mælingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir þá sem ekki hafa verið greindir með of hátt

         kólesterólgildi og eru nú þegar undir eftirliti, þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir.