2004 2004

Jólakortasala HjartaHeilla

Símasala jólakorta er hafinn hjá HjartaHeill, Landssamtökum hjartasjúklinga. Félagsmenn og aðrir velunnar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölufólkinu okkar.

HjartaHeill, Landssamtök hjartasjúklinga, hafa um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka, sem kosta 500 kr. Jólakortin fást á skrifstofu HjartaHeilla að Síðumúla 6, Reykjavík og hjá aðildarfélögunum úti á landi. Einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á tengilinn hér að neðan. 

Jólakortasala HjartaHeilla hefur verið ein besta fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Landsmenn hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vonum við að svo verði einnig fyrir þessi jól.

Hér er hægt að panta jólakort með tölvupósti. 

Sjá deildir hér til hliðar.

Alþóða hjartadagurinn

ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn var haldinn í yfir hundrað löndum sunnudaginn 26. september s.l. Þemað í ár er börn, unglingar og hjartasjúkdómar. Hjartavernd og HjartaHeill, Landssamtök hjartasjúklinga, stóðu fyrir skipulagðri dagskrá en Actavis var aðalstyrktaraðilinn.

Lesa meira

Alþjóðlegur hjartadagur

Alþjóðlegur hjartadagur 26. september 2004

Leggjum grunn að  HEILBRIGÐU HJARTA ÆVILANGT....

Sunnudaginn 26. september n.k. verður alþjóðlegur hjartadagur haldinn í yfir 100 löndum. Þemað eru börn, unglingar og hjartasjúkdómar. Hjartavernd og HjartaHeill (Landssamtök hjartasjúklinga) standa fyrir skipulagðri dagskrá. 

Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins. 

HJARTAGANGA-LÍNUSKAUTAHLAUP

Frá félagsheimili Þróttara kl.13:00

Hin árlega hjartaganga verður farinn frá félagsheimili Þróttara í Laugardalnum, sunnudaginn 26.september n.k. kl.13.00. Mæting í upphitun kl.12:30.

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra ávarpar göngu- og línuskautafólk.

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfara hvetur fólk af stað eins og honum einum er lagið.

Lesa meira

Ingólfur Viktorsson.

Ingólfur Viktorsson, fyrsti formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, lést að morgni mánudagsins 23. ágúst s.l. Ingólfur háði stutta en snarpa baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er. Útför Ingólfs fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 31. ágúst kl. 13:30. Minningagrein   

Ríkislyf í algengum flokkum

Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga lýsir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum sparnaðaráformum stjórnvalda í tengslum við lyfjaverð. Þessi sparnaðaráform birtast hjartasjúklingum sem stórfelldar hækkanir á algengum hjartalyfjum. Mörg dæmi eru um að lyf hækki langt yfir 100%. Flest allir hjartasjúklingar taka fleiri en eitt lyf og margir mun fleiri. Mörg dæmi eru þess að sjúklingar hafi þurft að reyna mörg lyf áður en réttur ”lyfjakokkteill” finnst. Hluti af stefnubreytinga stjórnvalda er að taka upp svokallað analog kerfi. Þar er eitt lyf valið úr til verðviðmiðunar fyrir önnur sambærileg lyf. Af hverju að taka upp ríkislyf í algengum lyfjaflokkum? Samtökin hafa átt fund með stjórnvöldum vegna þessa en ekki fengið viðhlítandi svör.

Lesa meira

Geta læknað hjartamein

Bandarískir vísindamenn hafa sýnt fram á það að meðferð með hjálp stofnfruma gæti læknað veikburða hjörtu. Tuttugu hjartasjúklingar tóku þátt í tilraun þar sem stofnfrumum var sprautað inn í biluð hjörtu þeirra. Þeir komust að því að þeir sjúklingar sem höfðu fengið stofnfrumum sprautað í skemmdan hluta hjartans gátu dælt meira blóði en þeir sem einungis gengust undir skurðaðgerð. Fyrri rannsóknir höfðu leitt það í ljós að stofnfrumur gætu aukið vöxt hjartavöðva og æðakerfis. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerir tilraunir með þetta. Stofnfrumur eru óþroskaðar frumur sem geta lagað sig að því að vaxa á sama hátt og aðrir vefir, svo sem hjartavefir. Heimild Fréttablaðið 30. apríl 2004