Subway styrkir Hjartaheill

SUBWAY afhenti fulltrúa Hjartaheilla ávísun upp á tæpar 670 þúsund krónur nýverið. Þetta er þriðja árið í röð sem Subway styrkir samtökin.

Styrkur Ásgeir Þór Árnason tekur á móti ávísuninni frá Subway.Framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason, veitti viðtöku ávísuninni úr hendi starfsmanna Subway.

Samstarf Subway og Hjartaheilla snýst fyrst og fremst um Alþjóðlega hjartadaginn sem haldinn er síðasta sunnudag í september ár hvert, en einmitt þann dag gefur Subway alla sölu af heilsubátum.

Upphæðin að þessu sinni er styrkur sem skiptir Hjartaheill miklu máli. Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri Hjartaheilla var að vonum ánægður með styrkinn. Morgunblaðið laugardaginn 2. desember 2006 

Submit to Facebook