2008 2008

1.500 milljónir fram úr áætlunum

Gengisbreytingar setja strik í reikninginn hjá LSH Mikil hækkun á S-merktum lyfjum fyrstu níu mánuði þessa árs »Gerist á sama tíma og við höfum náð tökum á rekstrinum að öðru leyti«

 

ÚTLIT er fyrir að Landspítali - háskólasjúkrahús verði rekinn með um 1.500 milljóna króna halla á þessu ári. Veik staða krónunnar hefur mikil áhrif á rekstur LSH og áætlar Björn Zoëga framkvæmdastjóri lækninga á LSH að gengisáhrifin auki kostnað sjúkrahússins um 1.200 milljónir króna milli ára, einkum vegna lyfja- og tækjakaupa.

 

Lesa meira

Heilbrigðisþjónusta á heimsvísu

Ísland trónir á toppi lista Forbes tímaritsins bandaríska þar sem borin er saman árangur heilbrigðisþjónustu fjölmarga þjóða og almennt heilsufar.

 

Lesa meira

Póstverslun með lyf verður að veruleika

Póstverslun með lyf verður nú að veruleika samkvæmt reglugerð sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sett. Reglugerðin sem heilbrigðisráðherra setti í gær er rökrétt framhald af viðamikilum breytingum á lyfjalögum sem tók gildi 1. október síðast liðinn. Með þeim var póstverslun með lyf leyfð með því skilyrði að viðskiptin séu í tengslum apótek.

 

Lesa meira

Á elleftu stundu

Flestir þekkja Hermann Gunnarsson, þann góða og eftirminnilega knattspyrnumann.

Næstum hvert mannsbarn þekkir Hemma úr sjónvarpinu og/eða útvarpinu fyrir skemmtilega og glaða þætti og jákvæða framkomu.

 

Lesa meira

Kveðja frá Hjartavernd

Þátíð, nútíð og framtíð

Það er við hæfi á tímamótum sem þessum að horfa um öxl og fara yfir það sem unnist hefur í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma sem segja má að sé samvinnuverkefni Hjartaheilla og

Hjartaverndar. Við tímamót er líka mikilvægt að skyggnast fram á veginn og huga að því sem gæta þarf að í framtíðinni og velta fyrir sér hvernig við getum eflt hlutverk okkar enn frekar.

 

Lesa meira

Ráðherra vill að sjúklingum verði ávísað á ódýrasta lyfið

„ÞETTA er í besta falli mjög óeðlilegt," segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra spurður um þá ráðstöfun lyfjafyrirtækja að bjóða Landspítalanum allt að 95% afslátt á dýrum lyfjum sem sjúklingar halda síðan áfram að taka eftir að þeir útskrifast, en afslátturinn gildir ekki utan spítalans. „Það er augljóst hvað þarna er í gangi. Þarna er verið að veita spítalanum afslátt til þess að ná þessu inn seinna og þá á hærra verði. Við sættum okkur ekki við þetta og munum grípa til aðgerða til þess að hlutirnir verði eðlilegri."

 

Lesa meira

Gáttatif, erfðir og leitin að betri meðferðarkostum

Gáttatif er sjúkdómur sem hrjáir marga Íslendinga. Íslenskir læknar hafa verið í náinni  samvinnu við Íslenska Erfðagreiningu um erfðafræði gáttatifs og virtust fyrstu niðurstöður benda til ættartengsla í 5000 manna úrtaki. Niðurstöður birtust á síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature.

 

Lesa meira

Á 25 ára afmæli Hjartaheilla

Samtök sjúklinga og áhrifamáttur

Samtök sjúklinga hafa margvíslegu hlutverki að gegna. Þau eru vettvangur skoðanaskipta, þau efla samstöðu og baráttuvilja, þau gefa upplýsingar og fræðslu og veita ráðgjöf um forvarnir.

Síðast en ekki síst hafa þau margsinnis sýnt og sannað að með samtakamætti sínum hafa þau burði til að veita góðum málum lið. Með smáum og stórum fjárframlögum til félagsmála, velferðarmála hverskonar sem og til tækjakaupa eða stuðnings við tækjakaup.

 

Lesa meira

Afmæliskveðja heilbrigðisráðherra

Fyrir tuttugu og fimm árum tóku sig saman nokkrir einstaklingar og stofnuðu samtök  hjartasjúklinga. Flestir voru þetta menn sem stríddu við hjarta- og æðasjúkdóma. Samtökunum óx strax fiskur um hrygg og varð fljótt sverð og skjöldur hjartveikra og aðstandenda þeirra.

 

Lesa meira