2011 2011

Lyf getur aukið hjartslátt og hækkað blóðþrýsting

Lyf getur aukið hjartslátt og hækkað blóðþrýstingLyf sem innihalda virka efnið atomoxetín geta aukið hjartslátt og hækkað blóðþrýsting meira en áður var talið. Lyfjastofnun hvetur þá sem verða varir við óvenju hraðan púls, hjartsláttarónot, svima eða höfuðverk, að hafa samband við lækni.

 

Lyfjastofnun telur hins vegar ekki ráðlegt að hætta meðferð eða breyta nema í samráði við lækni.

 

Vinnuhópur um lyfjagát á vegum Lyfjastofnunar Evrópu, PhVWP, hefur samþykkt hertar varúðarreglur við notkun atomoxetíns, vegna hættu á klínískt mikilvægri hækkun á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni.

 

Mat á fyrirliggjandi gögnum úr klínískum rannsóknum á atomoxetíni sýnir að lyfið getur valdið meiri aukningu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni en áður var talið. Hjá 6-12% sjúklinga með ADHD (barna og fullorðinna) hefur komið fram klínískt mikilvæg hækkun á blóðþrýstingi (15-20 mmHg eða meiri) og/eða aukning á hjartsláttartíðni (20 slög/mínútu eða fleiri) sem ágerðist og/eða reyndist þrálát í 15-32% tilvika.

 

Ekki er vitað til þess að lyfið hafi valdið alvarlegum aukavekunum á hjarta- og æðakerfið en ekki er hægt að útiloka alvarlegar aukaverkanir hjá litlum hópi sjúklinga sem upplifir vaxandi og/eða þráláta hækkun á blóðþrýstingi og/eða aukningu á hjartsláttartíðni.

 

Morgunblaðið þriðjudaginn 27. desember 2011

Nýr síriti auðveldar greiningu gáttatifs

Hjartalæknirinn og verkfræðingurinn Davíð Þór Linker með nýja síritann sem fer á markað á næsta ári.Davíð Þór Linker, hjartalæknir og verkfræðingur við Washington-háskólann í Seattle í Bandaríkjunum, hefur þróað nýjan sírita til að skrá rafræna virkni hjartans utan spítala. Búnaðurinn auðveldar greiningu gáttatifs og talið er að hann eigi eftir að skipta miklu máli í framtíðinni.

 

Gáttatif (e. atrial fibrillation) einkennist af óskipulagðri rafvirkni í gáttum og er algengasta hjartsláttartruflunin sem þarf að meðhöndla. Það getur valdið ýmsum óþægindum og jafnvel hjartabilun, ef ekki er brugðist við í tíma. Algengustu einkennin eru hjartsláttaróþægindi, minna úthald og mæði, en einkennin geta líka verið lítil eða engin.

Lesa meira

Jólakaffi Hjartaheilla

Jólakaffi HjartaheillaLestur, spjall, jólakaffi og ljúfir jólatónar. Miðvikudaginn 30. nóvember n.k. kl.20:00 ætlum við að hittast og eiga góða stund saman að Síðumúla 6, 108 Reykjavík (gengið inn baka til).

   

Upplestur úr nýútkominni bók. Jólatónlist í umsjón Arnhildar Valgarðsdóttur.

 

Kaffi, jólaöl, kökur og jólasætindi.

 

Jólakort okkar verða til sölu á staðnum fyrir þá sem hafa áhuga.

 

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR, FÉLAGSMENN, ÆTTINGAR OG VINIR.

 

Hjartaheill ( Hjartadrottningar )

Fræðslufundur

sidumuli6Mánudaginn 28. nóvember n.k. kl. 17.00 verður haldinn fræðslufundur í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6.

 

Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fontana heldur fyrirlesturinn „Heilsuböð á Íslandi“.

 

Umræður, kaffi og meðlæti.
Félagsráð SÍBS

Tilvísanakerfi gegn kostnaði

Svör Pétur Blöndal, Siv Friðleifsdóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Álfheiður Ingadóttir. Áhyggjur af auknum sérfræðikostnaði í kjölfar niðurskurðar - Taki heilsugæslu úti á landi til fyrirmyndar - Ætlað samþykki líffæragjafa viðkvæmt - Réttindagæsla sjúklinga verði aukin

 

„Við sjáum stöðug merki um skerta þjónustu, líklega vegna niðurskurðar á sjúkrahúsunum. Þar færðist þjónustan til og þá í dýrari úrræði,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrum heilbrigðisráðherra, á þingflokkafundi SÍBS sem haldinn var í gær. Fulltrúar allra þingflokka sátu fundinn sem SÍBS boðaði til í leit að viðbrögðum við tillögum þeirra um aðgerðir í heilbrigðismálum, sem lagðar hafa verið fyrir þingflokksfulltrúana af fulltrúum SÍBS, Sigmari B. Haukssyni frá Astma- og ofnæmisfélaginu og Ásgeiri Þór Árnasyni, framkvæmdastjóra Hjartaheilla.

Lesa meira

Með hjartaloku á röngum stað

Hjartaheill Hafdís Erla, sem er 18 ára, á heiðurinn af jólakorti samtakanna Hjartaheilla í ár. Hún segir hjartasjúkdóminn lítið há sér í leik og starfi, en í frístundum sínum æfir hún og kennir karate. Fæddist með hjartagalla, æfir og kennir karate. „Ég fæddist svona og þetta uppgötvaðist fljótlega“ segir Hafdís Erla Helgadóttir, 18 ára, en hún er með svokallaðan þríblöðkulokugalla í hjarta. Hafdís Erla á heiðurinn af jólakorti samtakanna Hjartaheilla í ár. Hún segir hjartasjúkdóminn lítið há sér í leik og starfi, en í frístundum sínum æfir hún og kennir karate.

 

„Ein hjartalokan er aflöguð og á röngum stað, hún er þremur sentímetrum ofar en hún á að vera,“ segir Hafdís Erla. Að sögn móður hennar, Helgu Arnardóttur, veldur þessi tegund hjartagalla einnig því að of mikið blóðflæði fer inn í hjartalokuna og það getur valdið miklu álagi á hjartað.

 

Hafdís Erla segir sjúkdóminn hafa haft lítil áhrif á líf sitt. Þegar hún var yngri fékk hún hjartsláttartruflanir, en eftir hjartaþræðingu í Boston fyrir fjórum árum finnur hún ekki fyrir þeim lengur.

Lesa meira

Þingflokkafundur SÍBS um aðgerðir heilbrigðismálum

Þingflokkafundur SÍBS 2011 verður haldinn í Iðnó, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 12:00-13:30. Á fundinum verða fulltrúum þingflokka kynntar sex tillögur frá SÍBS til aðgerða í heilbrigðismálum og óskað eftir viðbrögðum þingmannanna í pallborðsumræðum. Fundurinn er opinn öllum.

 

Haustfundur þessi kemur í kjölfar vel heppnaðs vorfundar með fulltrúum þingflokkanna sem haldinn var 31. maí sl., þar sem fulltrúarnir svöruðu spurningum SÍBS um heilbrigðismál. Nú vill SÍBS endurgjalda með uppbyggilegum og raunhæfum tillögum, félagið telur að geti hvorttveggja orðið  til bóta í heilbrigðiskerfinu og sparað útgjöld til lengri tíma litið. Pallborðsumræður verða um tillögurnar.

Flúðir og Laugarvatn

new picture 14Hjartaheill og SÍBS lestin verður á ferðinni um Suðurlandið í október og nóvember. Komið verður við á heilsugæslustöðvum, starfsemi Hjartaheilla, SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu.

 

Þetta starf fer fram í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnanir á svæðunum og nú er komið að Flúðum og Laugarvatni.

 

Dagskrá:
Föstudaginn 11. október 2011 verður mæling á Flúðum frá kl. 13:00 til 15:00 í húsnæði Flúðaskóla og síðar um daginn á Laugarvatni frá kl. 16:00 til 18:00 í Grunnskólanum að Laugarvatni.

 

Þekkir þú gildin þín!
Það er von okkar að sem allra flestir láti sjá sig.  Ef þú hefur ekki fengið slíka mælingu áður skaltu nýta þér þetta tækifæri.