2011 2011

Hjartaheill færir Vildarbörnum erlenda smámynt

Aðilar á mynd eru frá vinstri frá Hjartaheill.  Guðmundur Bjarnason, formaður, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair, Guðrún Franzdóttir, Ásgeir Þór Árnason, fram kvæmdastjóri,  Kristján Smith, Sveinn Guðmundsson, varaformaður og Rúrik Kristjánsson. Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga afhentu nýlega Vildarbörnum Icelandair átta fullar fötur af erlendri smámynt úr söfnunarbaukum sínum.

 

Hjartaheill, sem berst fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga með margvíslegri starfsemi, telur erlendu smámyntinni vel fyrir komið hjá Vildarbörnum Icelandair.

 

Sjóðurinn Vildarbörn er einmitt fjármagnaður með söfnun myntar um borð í vélum Icelandair og auk þess m.a. með beinu fjárframlagi Icelandair og frjálsum framlögum félaga í Vildarklúbbi Icelandair. Markmið sjóðsins Vildarbörn er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.

 

Alls hafa rúmlega 300 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans.

Fræðsluerindi

Síðumúli 6Fræðsluerindi verður á vegum Samtaka lungnasjúklinga n.k. fimmtudagskvöld 3. nóvember kl 20:00 í SÍBS-húsinu Síðumúla 6. (gengið inn á bak við húsið).


Erindið heldu Hans Jakob Beck  yfirlæknir lungnasviðs á Reykjalundi um CAT-próf.


CAT-próf til að meta langvinna lungnateppu er nýr spurningalisti sem sjúklingur fyllir út og hefur verið hannaður til að gera heilbrigðisstarfsfólki auðveldara að meta heilsufar sjúklinga með langvinna lungnateppu á einfaldan og áreiðanlegan hátt.


CAT- prófið er stuttur, einfaldur spurningalisti sem fljótlegt og auðvelt er fyrir sjúklinga að fylla út. Á listanum eru 8 einfaldar spurningar sem flestir sjúklingar eiga auðvelt með að svara og fjalla um þau atriði sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli hjá langflestum sjúklingum. CAT hentar öllum sem hafa greinst með langvinna lungnateppu óháð því hve alvarlegur sjúkdómurinn er.

 

Veitingar í boði GlaxoSmithKline

 

Allir velkomnir.
Stjórnin.

Jólakortasala Hjartaheilla 2011

Jólakort Hjartaheilla 2011Jólakortasalan er hafinn hjá Hjartaheill, landssamtökum hjartasjúklinga. Félagsmenn og aðrir velunnar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölufólkinu okkar.

 

Hjartaheill hefur um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar.

 

Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru tíu kort í pakka og kosta 1200,- kr. Jólakortið í ár er hannað af 18 ára gamalli hjartaveikri stúlku sem heitir Hafdís Erla.

 

Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík, hjá aðildarfélögunum úti á landi, einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den. 

 

Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið lykil fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Landsmenn hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vonum við að svo verði einnig fyrir þessi jól.

Mæling Stokkseyri og Eyrarbakka

Mæling Stokkseyri og Eyrarbakka Laugardaginn 29. október 2011 verður mæling á Stokkseyri frá kl. 11:00 til 13:00 í húsnæði Menningarverstöðvarinnar og síðar um daginn á Eyrarbakka frá kl. 14:00 til 16:00 í Rauða húsinu. Er það von okkar að sem flestir láti sjá sig.

Samstarfshópur um líffæragjafir stofnaður

SÍBS hefur stofnað samstarfshópinn "Annað líf" ásamt sjúklingasamtökunum Hjartaheillum, Félagi nýrnasjúkra og Samtökum lungnasjúklinga. Hópurinn hefur það að markmiði að efla umræðu um líffæragjafir og fá samþykkt á Alþingi lög um „ætlað samþykki“ fyrir líffæragjöfum, en ætlað samþykki felur í sér að einstaklingar eru sjálfkrafa líffæragjafar nema þeir óski annars.

 

Fjöldi Íslendinga hefur öðlast annað líf eftir að hafa þegið líffæri. Íslendingar hafa þó ekki enn fetað í fótspor þeirra Norðurlandaþjóða og Evrópuríkja, sem lögleitt hafa ætlað samþykki fyrir líffæragjöfum.

Fræðslufundur

Síðumúli 6í SÍBS húsinu, Síðumúla 6, verður haldinn fræðslufundur þriðjudag 1. nóvember kl.17:00. Eftirfarandi erindi verða flutt:

 

,,Gerðu eins og hún mamma þín segir þér, Jens!“

Meðferðarheldni. Ólafur Ólafsson, lyfjafræðingur.

 

Tilveran í nýju ljósi.

Halla Halldórsdóttir, ljósmóðir og lýðheilsufræðingur.

 

Umræður, kaffi og meðlæti.

 

Fundurinn hefst kl. 17.00 og áætluð fundarlok kl. 19.00.

Gengið er inn í húsið austanmegin, og er fyrirlestrarsalurinn á annarri hæð hússins.

Allir hjartanlega velkomnir og vinsamlegast skráið ykkur á vef Hjartaheilla www.hjartaheill.is undir „viðburðarskráning“ eða í síma 560 4800.

 

Með hjartans kveðju,
félagsráð SÍBS

Heimsleikar líffæraþega

WTG

Heimsleikar líffæraþega verða haldnir í Durban í Suður Afríku dagana 28. júlí til 04. ágúst 2013. Sjá http://www.wtg2013.com 

 

Undirritaður auglýsir hér með eftir áhugasömum líffæraþegum sem myndu vilja taka þátt í heimsleikunum.

 

Kjartan Birgisson
Hjartaþegi
Póstfang: Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Húsfyllir

Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu 20 áraÞví miður er ekki hægt að taka við fleiri þátttökutilkynningum vegna þess að húsfyllir er.

 

Við undirbúning afmælisveislunnar vorum við í undirbúningsnefndinni að vonast eftir allt að 150 manns en þegar skráningu lauk voru á skrá hjá okkur 350 gestir og því miður, eins og við myndum gjarnan vilja, þá getum við ekki tekið á móti fleirrum en húsrúm leyfir. Aldrei áður í sögu félagsins hefur þátttaka verið viðlíka og nú.

 

Við biðjumst innilega afsökunar á að þurfa að vísa áhugasömum frá, fátt er okkur leiðara.

 

 

F.h. stjórnar Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu
undirbúningsnefndin

Hjartaheill heiðrar Subway

Frá vinstri: Sveinn Guðmundsson og Guðrún Franzdóttir frá Hjartaheill og Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri SUBWAYMikilvægur þáttur í starfsemi líknar- og mannúðarfélaga er stuðningur af fjárhagslegum toga frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hjartaheill hefur verið lánsamt að hafa slíka bakhjarla í gegnum tíðina. Þessir sömu aðilar gera sér grein fyrir mikilvægi starfsins hjá Hjartaheill.

 

SUBWAY er einn af sterkustu bakhjörlum samtakanna. Í starfsemi sinni hafa þeir lagt áherslu á sölu á heilsubátum sem innihalda minna en 6 grömm af fitu. Þar sem lögð er áhersla á skert  fituinnihald, forðast er að nota feita osta og sósur og lögð áhersla á fjölbreytt mataræði.

 

Hjartaheill heiðraði SUBWAY fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt starfseminni og mikilvægi þess að styðja forvarnar-, fræðslu- og líknarstarf samtakanna.
SVEINN GUÐMUNDSSON,
varaformaður Hjartaheilla.