2012 2012

Hæsta hlutfall líffæragjafa á Spáni

Líffæragjafar hafa bjargað fjölda mannslífa. Hæsta hlutfall líffæragjafa í heiminum árið 2011 var á Spáni. Þar í landi voru líffæragjafar 35 á hverja milljón íbúa en fjöldi líffæraígræðsla í Evrópu fór í fyrsta skipti yfir 30 þúsund í Evrópu árið 2011.

 

Alls voru framkvæmdar 106.879 líffæraígræðslur í heiminum í fyrra og var það 3% aukning frá árinu 2010.

 

Í rannsókninni kom fram að næst flestir líffæragjafar koma frá Portúgal, svo Bandaríkjunum og Frakklandi. 1667 Spánverjar gáfu líffæri í fyrra en það voru 12% fleiri en árið 2010.

 

„Spánn hefur í 20 ár verið leiðandi í heiminum þegar kemur að líffæragjöfum og ígræðslum. Það er vegna þess að þar er unnið faglega eftir kerfi sem sem virkar,“ segir talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Spáni við AFP fréttastofuna.

 

Á Spáni er kerfið þannig að fólk þarf að skrá sig sérstaklega til að vera ekki á lista yfir líffæragjafa, í stað þess að sérstakt samþykki þurfi.  

 

Rannsóknin sýndi að 63 þúsund manns voru á biðlista  eftir líffærum í Evrópu árið 2011. Einungis 48% þeirra mætti þeim skilyrðum sem sett eru fyrir ígræðslu.

 

MBL.is miðvikudaginn 3. október 2012

Alþjóðlegur hjartadagur var haldinn í hátíðlegur í yfir 150 löndum

Hjartagangan 2012Á Íslandi var sannkölluð hjartahelgi þar sem hreyfing og samvera allrar fjölskyldunnar var í hávegum höfð. Bronsleikar frjálsíþróttadeildar ÍR voru haldnir og tóku um 170 börn þátt í  leikunum. Einnig var farin hjartaganga um Laugardalinn og gengu um 60 manns í henni og nutu útiverunnar og fallegu haustlitanna í Laugardalnum. Á eftir var öllum boðið upp á ávexti.

Það eru Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill sem sameinast um að halda sameiginlegan hjartadag á Íslandi.

  

Hjartahlaupið 2012

Bronsleikar ÍR á alþjóðlega hjartadaginn

Bronsleikar ÍR á alþjóðlega hjartadaginn Bronsleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll í gær. Þeir voru nú í fyrsta sinn hluti af hátíðarhöldunum í tengslum við alþjóðlega hjartadaginn. Það voru 170 sprækir krakkar 10 ára og yngri sem komu og spreyttu sig á fjölbreyttum þrautum. Fjöldi áhoerfenda fylgdist með og hvatti krakkana óspart. Inná Facebooksíðu leikanna má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig í höllinni. En ljósmynd var tekin af salnum á 8 sekúndna fresti allan tímann.

 

Nemendur á þjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ fengu að koma og fylgjast með og prófa að vinna á stöðvum og fylgja hópum í gegnum þrautina.

Lesa meira

"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?“

Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri.

 

Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur.

 

„Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann.

Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi.

 

„Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi."

Lesa meira

Alþjóðlegur hjarta­dagur 2012

Þann 29. september næstkomandi verður haldinn um víða veröld alþjóðlegur hjarta­dagur og á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan og bjóða til sannkallaðrar hjartahelgi dagana 29. og 30. september með veglegri dagskrá í Reykjavík og Kópavogi sem einkennist af hreyfingu, útiveru og samveru allra fjölskyldunnar. Meira

Launahækkunin röng forgangsröðun

Hjúkrunarfræðingar á þönum. Mbl.is/Árni Sæberg„Við erum með götótt vökvasett og bitlausar nálar. Það er ekki gott að vinna við þessar aðstæður. Við erum farin að spara of mikið á stundum og það bitnar á sjúklingunum,“ segir Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarforstjóri á hjartadeild Landspítalans.

 

Starfsfólk Landspítala hefur sætt sig við stóraukið álag undanfarin ár án þess að laun hafi hækkað í samræmi við það. Hjartadeildin er eitt dæmi, en stuttu fyrir kreppu voru tvær hjartadeildir á Hringbraut sameinaðar í eina og sjúkrarúmum fækkað um 10 niður í 32. Fyrir vikið þarf að nýta hvert pláss til hins ýtrasta og sjúklingar stoppa stutt við.

Lesa meira

Glæsilegum árangri í áheitasöfnun fagnað

HjartaheillÞriðjudaginn 11. september s.l. kl. 17:00 til 18:00 var haldin uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2012. Það var aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, sem bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.

 

Á hátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar og skipuleggjendur hlaupsins til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á hlaupastyrkur.is. Í ár söfnuðust alls 45.987.154 krónur til 130 góðgerðafélaga. Þetta er 5% hærri upphæð en safnaðist í fyrra þegar met var slegið í áheitasöfnun og því var rík ástæða til að fagna.

 

Hjartaheill þakkar öllum þeim sem styrktu félagið með því að hlaupa, ganga eða heita á hlaupara og Íslandsbanka fyrir að halda utanum þessa frábæru fjáröflun sem skiptir orðið miklu máli í starfi líknasamtaka en alls safnaðist 245.603 kr. til Hjartaheilla.

Margir fá kransæðastíflu án þess að hafa hugmynd um það

Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Mynd/E.Ól .Svokölluð þögul hjartaáföll eru stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þetta leiðir ný rannsókn, sem unnin var hér á landi, í ljós.

Flestir kunna að telja að kransæðastíflu fari ekki framhjá þeim sem í slíku lenda en þöglar kransæðastíflur eru þó tvöfalt algengari á meðal eldra fólks og hafa alvarlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem fjallað er um í nýjasta hefti The journal of amerivam medical association. Rannsóknin var unnin hér á landi en tæplega þúsund Íslendingar tóku þátt í henni. Hjartavernd kom að rannsókninni en þar er Vilmundur Guðnason forstöðulæknir.

Lesa meira

Ágúst Þór Benediktsson

Ágúst Þór BenediktssonHann er fyrsti Íslendingurinn sem fær svokallað tvíhólfa hjálparhjarta sem komið hefur verið fyrir utan á líkama hans. Tækið er svo sannarlega ekki af minni gerðinni eða hljóðlaust en fyrir Ágúst Þór Benediktsson er ekki annað í boði en að ferðast með það hvert sem hann fer.

 

Ágúst bíður nú eftir að fá nýtt hjarta en hvenær kallið kemur er enn óvitað. Hann lætur þessa erfiðleika þó ekki á sig fá eins og Sindri Sindrason komst að þegar hann hitti þennan ótrúlega mann á dögunum.

 

Frétt af Vísir.is 4. september 2012 Meira