2013 2013

30 ára afmæli Hjartaheilla, Alþjóðlegi hjartadagurinn o.fl.

30 ára afmæli HjartaheillaHaldið verður uppá 30 ár afmæli Hjartaheilla og Alþjóðlega hjartadaginn sunnudaginn 29. september 2013 en þá munum við efna til 3 km göngu frá Síðumúla 6, kl. 11:00 og ganga um Laugardalinn. Kl. 12:00 mun leikhópurinn Lotta koma í Síðumúlann og skemmta börnum sem fullorðnum og að því loknu býður Subway gestum upp á samlokur. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.

Einnig verður hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar. Hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10:00. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.hlaup.is en í boði eru 2 vegalengdir. Sjá www.hjarta.is  

Lesa meira

Margir bíða eftir hjartaþræðingu

632697Um 270 sjúklingar bíða þess nú að komast í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Er það óvenjulega mikill fjöldi.

„Biðlistinn í hjartaþræðingu er langur núna og lengri en hann hefur verið eða við teljum æskilegt að hann sé. Vonandi mun hann styttast á næstu mánuðum og við erum að vinna að því,“ segir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítalanum, í Morgunblaðinu í dag.

Biðlistinn hefur safnast upp á síðastliðnu ári af ýmsum orsökum að sögn Ingibjargar. Sumrinu sé ekki eingöngu um að kenna, þá hægist á starfseminni en listinn hafi verið að safnast upp á lengri tíma en það.

mbl.is föstudaginn 6. september 2013. fréttin

Golfmót Hjartaheilla 2013

sigurvegarar2013Golfmót hjartaheilla það þriðja í röðinni fór fram sunnudaginn 18. ágúst s.l. í blíðskapar veðri á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal.

Alls voru 24 keppendur skráðir í mótið og var þeim skipt upp í 6 fjögurra manna lið og spilað Texas Scramble.

Sigurvegarar mótsins voru Magnús Þórsson, Gunnar J. Gunnarsson, Kristján Smith og Hildur Kjartansdóttir og hlutu veglegan eignabikar að launum.

Lesa meira

Heimsleikar líffæraþega 2013

heimsleikar durban 2013Eftir tæplega tveggja ára undirbúning var komið að því að Íslendingar tækju þátt í Heimsleikum líffæraþega sem þetta ár fóru fram í Durban í Suður Afríku.
 
Framundan var spennandi ferð og fer hér á eftir  nánari lýsing á henni í máli og myndum. 
 
Fleiri myndir fylgja svo með „hér“. 

Golfmót Hjartaheilla 2013

BakkakostvöllurGolfmót Hjartaheilla verður haldið í þriðja skiptið sunnudaginn 18. ágúst 2013.
 
Mótið fer fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og verður að takmarka þátttökufjöldann við 40 manns. 
Mæting er kl. 08:30 og hefst keppni stundvíslega kl. 09:00.
 
Keppnin verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár, Texas Scramble. Þátttakendur skrá sig sem einstaklingar og eru raðað í lið með öðrum þannig að öll lið verði sem jöfnust. Ekki er heimilt að tilkynna inn lið, aðeins einstaklinga.

Að tikka rétt

Teitur Guðmundsson læknirVið höfum heyrt um og jafnvel orðið vitni að því þegar ungt fólk er bráðkvatt í blóma lífsins, mögulega fyrir framan mörg þúsund manns á íþróttaleikvangi í fótboltaleik eins og dæmi eru um. Þá eru fjöldamörg tilvik um skyndidauða hjá ungu fólki í öðrum íþróttagreinum sem og utan íþróttanna.

Þetta eru fyrirvaralausir atburðir alla jafna og líkurnar á að lifa slíkt af byggja á því að einhver sé nálægur og geti brugðist við á réttan hátt. Orsök fyrir slíkum hörmulegum atburðum er oft á tíðum hjartsláttaróregla, en afar mikilvægt er að hjartað slái í réttum takti og viðhaldi þannig dælugetu sinni. Ýmsar ástæður geta legið til grundvallar slíku og það er munur á einstaklingum eftir aldri.

Lesa meira

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er í fullum gangi

merki

Heita á hlaupara
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013.
 
Auðvelt er að heita á hlaupara hér á www.hlaupastyrkur.is Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu og með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti. 
 
Bæði er hægt er að heita á einstaklinga og boðhlaupslið. Auðvelt er að leita að einstakling eða liði með því að slá inn nafn eða hluta úr nafni viðkomandi í leitarstrenginn. Einnig er hægt að finna hvaða einstaklingar og lið hlaupa fyrir hvert góðgerðafélag í listanum yfir góðgerðafélög.
 
Hlaupa til góðs
Að hlaupa er frábær hreyfing sem verður enn betri ef hægt er að styrkja góð málefni um leið. Ef þú vilt hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013 þarftu að byrja á því að skrá þig í hlaupið og fara síðan inná www.hlaupastyrkur.is til að setja áheitasöfnun í gang.
 
Þegar þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á www.marathon.is býðst þér í skráningarferlinu að skrá þig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs“ og velja góðgerðafélag í fellilistanum. Veljir þú að hlaupa til góðs birtist nafn þitt hér á www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig með því að senda sms eða greiða með kreditkorti eða millifærslu. Þú getur notað innskráningarupplýsingarnar sem þú fékkst sendar í tölvupósti til að fara inná þitt nafn hér á www.hlaupastyrkur.is Þar getur þú bæði sett inn myndir og sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir tiltekið félag.
 
Um leið og Hjartaheill hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki Íslandsbanka hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartasjúklinga á Íslandi. Þeir sem það gera eru færðar hjartans þakkir fyrir ásamt þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Hjartaheill. Hér má lesa meira um Hjartaheill

Barbara H Roberts á Íslandi

Barbara H Roberts á ÍslandiÞriðjudaginn 18. júní kl. 20:00 mun Barbara H Roberts flytja fyrirlestur á Hótel Hilton Reykjavik Nordica. 

Fyrirlesturinn ber heitið: “How To Keep From Breaking Your Heart: What Every Woman Needs to Know About Cardiovascular Disease”. Meira