2014 2014

Norrænn líffæragjafadagur og þakkarmessa í Dómkirkjunni

Annað lífLaugardaginn 25. október s.l. var haldinn líffæragjafadagur í Smáralind og í Kringlunni. Af sama tilefni var flutt þakkarmessa í Dómkirkjunni sunnudaginn 26. október kl. 11.00.
 
Í Kringlunni og Smáralind stóðu sjálfboðaliðar vaktina og ræddu líffæragjafir við gesti og gangandi og gáfu upplýsingar um allt sem lítur að líffæragjöfum. Kynntum þar nýjan vef Landlæknisembættisins og þeim sem vildu skrá sig var leiðbeint um það.  

Einnig var áhugasömum gefinn fjölnota innkaupapoki með merki félagsins og slagorðinu: „Tökum afstöðu - segjum JÁ við líffæragjöf“
 
Almenn ánægja var með uppákomuna og var að heyra að fólki fyndist löngu tímabært að taka upp þessa síðu á vefnum.

Lesa meira

LSH - Ályktun vegna ástandsins á Landspítala – háskólasjúkrahúsi

Landspítali háskólasjúkrahúsFulltrúar neðangreindra samtaka mótmæla harðlega þeirri lækkun til reksturs Landspítala - háskólasjúkrahúss sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Um er að ræða niðurskurð sem kann að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. 
 
Við blasir að það rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum muni ekki duga til að Landspítalinn – háskólasjúkrahús geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um. Til að Ísland geti talist velferðarríki verður heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa á Norðurlöndum.

Lesa meira

"Já eða Nei - er það spurning?" - fræðslufundur.

Í tilefni af norræna líffæragjafardeginum þann 25. október n.k. heldur Annað líf áhugafélag um líffæragjafir fræðslufund um líffæragjafir. Þar ræðir Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur á ígræðslugöngudeild Landspítalans málefni tengd líffæragjöfum m.a. ætlað samþykki eða ætlaða neitun líffæragjafar við lífslok.
 
Hún fer einnig yfir hvernig staðan hefur verið þegar um er að ræða líffæragjafir frá látnum einstaklingum hér á landi og hvort við getum fjölgað þeim sem vilja gefa líffæri til ígræðslu.

Fræðslufundurinn er haldinn í SÍBS húsinu Síðumúla 6, 2. hæð (lyfta) mánudaginn 20 október kl 16:30. 

Allir velkomnir.

Evrópski endurlífgunardagurinn

Evrópsku endurlífgunardagurinn Þann 16. október verður haldið upp á Evrópska endurlífgunardaginn (European Restart a Heart Day) í annað sinn víða um Evrópu. Dagsetningin er helguð endurlífgun, í kjölfar yfirlýsingar sem samþykkt var af Evrópuþinginu sumarið 2012 um að hefja átak í að efla vitund, skilning og fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsmanna um mikilvægi endurlífgunarkunnáttu.  
 
Talið er að allt að 350 þúsund íbúar Evrópu fari í hjartastopp á hverju ári. Af þeim eru einungis um 10% sem lifa. Af þeim sem lifa af, geta 90% þeirra þakkað nærstöddum, óbreyttum borgurum, ættingjum eða vinum, fyrir líf sitt. Þetta fólk kunni að beita endurlífgun. Sjaldnast tekst að koma fólki sem fer í hjartastopp utan spítala í hendur heilbrigðsstarfsmanna í tæka tíð. Skyndihjálparkunnátta almennings skiptir því höfuðmáli þegar kemur að því að bjarga fólki úr slíkum lífsháska.

Lesa meira

Ný útgáfa af bæklingnum Hjartasjúkdómar, forvarnir – lækning – endurhæfing

Ný útgáfa af bæklingnum Hjartasjúkdómar, forvarnir – lækning – endurhæfingHjartaheill voru stofnuð þann 8. október 1983. Starfsemin er margþætt en eitt af megin verkefnum  samtakanna er útgáfu­ forvarnar­ og fræðslustarfsemi.

 

Þessi bæklingur, ,,Hjartasjúkdómar, forvarnir – lækning – endurhæfing“, hefur verið gefinn út í meira en 20 ár. Í honum er í stuttu máli fjallað um áhættuþætti æðakölkunar, helstu hjartasjúkdóma, einkenni, algengar rannsóknir og meðferð þeirra. Þá er lögð áhersla á mikilvægi hjartaendurhæfingar auk annars fróðleiks.

 

Efnið hefur nú enn á ný verið yfirfarið með tilliti til nýjunga á sviði meðferðar og breyttra aðstæðna og er þetta 8. útgáfa ritsins, nú verulega aukin og endurbætt.

 

Það er von okkar að þessi fræðslubæklingur verði hjartasjúklingum og aðstandendum þeirra aðgengileg og gagnleg lesning.

 

Hér er hægt að lesa bæklinginn

Fundargerð stjórnar- og formannafundar Hjartaheilla 2014

á Grand Hótel, 26. september 2014 kl. 16:00

Guðmundur Bjarnason formaður HjartaheillaFormaður stjórnar, Guðmundur Bjarnason, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.  Sveinn Guðmundsson var tilnefndur fundarstjóri og Pétur Bjarnason fundarritari.

 

Til fundar voru mættir eftirtaldir: Guðmundur Bjarnason formaður, Sveinn Guðmundsson, varaformaður, og eftirtaldir stjórnarmenn: Sigurður Aðalgeirsson, Magnús Þorgrímsson, Valgerður Hermannsdóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Helga Þóra Jónsdóttir og Friðrik Ingvarsson. Óskar Árni Mar, formaður Styrktarsjóðs hjartasjúklinga, Haraldur Finnsson, skoðunarmaður reikninga, Guðmundur R. Óskarsson endurskoðandi, Valbjörg Jónsdóttir formaður uppstillingarnefndar og Pétur Bjarnason ritstjóri Velferðar.  Frá deildum mættu: Ólöf Sveinsdóttir Hjartaheill Suðurnesjum, Ólafur Magnússon, Hjartaheill Vesturlandi, Garðar Helgason, Hjartaheill Eyjafjarðarsvæði, Björg Björnsdóttir, Hjartaheill Suðurlandi, Karl Roth frá Neistanum og Árni Einarsson Hjartaheill Suðurnesjum. Að auki mættu stjórnarmennirnir Sigurður og Friðrik einnig fyrir deildir sínar, Hjartaheill Þingeyjasýslum og Hjartaheill Austurlandi. Þá var Kjartan Birgisson mættur af hálfu starfsmanna, en Ásgeir Þór Árnason var á spítala og Guðrún Bergmann erlendis. Gestir fundarins voru Karlotta Jóna Finnsdóttir bókari og Rúrik Kristjánsson sem annast hefur um söfnunarbaukana.

Lesa meira

Alþjóðlegur hjartadagur 29. september 2014

Alþjóðlegur hjartadagur 29. september 2014Heilsan býr í hjartanu.
Hjartadagshlaupið, sem haldið er í tilefni alþjóðlega hjartadagsins, verður haldið í áttunda sinn sunnudaginn 28. september. Boðið er upp á 5 og 10 kílómetra vegalengdir í hlaupinu en ókeypis er að taka þátt í hlaupinu eins og ætíð. Hlaupið hefst klukkan 10 og er ræst frá Kópavogsvelli. Strax í kjölfar hlaupsins fer fram hjartaganga um Kópavogsdal.

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.
Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Þá er það Breiðablik sem sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

Lesa meira

Fræðslufundur um líðan maka langveikra

Mjöll JónsdóttirMjöll Jónsdóttir sálfræðingur flytur fyrirlestur um líðan maka þeirra sem glíma við langvinn veikindi. Fyrirlesturinn verður haldinn í SÍBS-húsinu við Síðumúla 6, 2.h. mánudaginn 22. september kl. 17-18.
Fræðslufundurinn er haldinn á vegum Félagsráðs SÍBS og er öllum opinn. Kaffiveitingar.

Auglýsing eftir þátttakendum í rannsókn

Háskólinn á AkureyriHefur þú fengið kransæðastíflu.
Leitað er eftir þátttakendum af báðum kynjum 60 ára og yngri til að taka þátt í rannsókn á andlegri líðan eftir hjartaáfall og áhrifum þess.

Rannsóknin  beinist að einstaklingum sem hafa fengi kransæðastíflu og leitast er við að fá upplýsingar um líðan eftir áfallið og hvaða áhrif það hefur á einstaklinginn og hvað heilbrigðisstarfsfók getur gert til að bæta líðanina.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til Persónuverndar.

Lesa meira

Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni og áheitasöfnun

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Hvatningarstöð HjartaheillaYfir 15 þúsund hlaupara tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem hlaupið var s.l. laugardag. Hlaupið var maraþon, hálfmaraþon og boðhlaupi kl. Mikil stemning var meðal hlaupara og áhorfenda á meðan hlaupið fór fram.
 
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er fjölmennasti einstaki íþróttaviðburðurinn á hverju ári og sífellt bætist í hóp hlaupara ár frá ári. 1.055 skráðu sig í maraþonhlaupið, 2.491 skráðu sig í hálft maraþon, 7.035 hlupu 10 km og 30 lið skráðu sig til keppni í boðhlaupi. 1.879 hlupu Latabæjarhlaupið.

Hjartaheill þakkar öllum hlaupurum sem hlupu fyrir samtökin hjartanlega fyrir stuðninginn.