2015 2015

Alþjóðlegur hjartadagur 2015

Alþjóðlegur hjartadagur 2015 Í tilefni Alþjóðlegs hjartadags var Hjartadagshlaupið ræst í níunda sinn í Kópavogi sunnudaginn 27. september s.l. Boðið var upp á 5 og 10 km vegalengdir og var þátttaka í hlaupinu ókeypis eins og ætíð. Alls luku ríflega 250 manns hlaupinu og lá leiðin út á Kársnes og endaði á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli.

 

Stemningin var góð enda tóku góðir gestir á móti hlaupurum við endamarkið, Solla stirða, Siggi sæti og Goggi mega úr Latabæ. Helsta einkenni Hjartadagshlaupsins er hve aldursdreifing keppanda er miki.

 

Í 5 km hlaupinu voru sigurvegarar Arnar Pétursson sem hljóp á 16:42 min og Ásdís Kristjánsdóttir á tímanum 21:07. Í 10 km hlaupinu sigraði Birna Varðardóttir í kvennaflokki á 41:44 min og Kári Steinn Karlsson á 32:13 mínútum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri veitti verðlaunin og var kynnir.

Lesa meira

Alþjóðlegur hjartadagur 2015

WHD 2015

Hjartadagshlaupið og Hjartagangan, sem haldin eru í tilefni alþjóðlega hjartadagsins 29. september, verða sunnudaginn 27. september næstkomandi. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir í hlaupinu og er þátttaka ókeypis eins og áður. Hlaupið hefst klukkan 10 og er ræst frá bílaplaninu við Smáraskóla.

Lesa meira

Golfmót Hjartaheilla 2015

Golfmót Hjartaheilla 2015Golfmót Hjartaheilla fer fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal sunnudaginn 9. ágúst kl. 9.00 og verður ræst af öllum teigum samtímis. Mæting er því ekki seinna en kl. 8.30.

 

Mótsgjald er eins og síðast „frjálst framlag“. Innifalið eru veitingar í lok móts og teiggjöf. Þátttaka skráist á netfangið Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den. eða í síma 560 4818. Gefa þarf upp nafn og forgjöf ásamt netfangi eða símanúmeri. Skráning er hafin og lýkur kl. 12:00 föstudaginn 7. ágúst 2015 og gildir þar sú regla að fyrstur kemur - fyrstur fær.

 

E.s. Í Texas scramble eru fjórir leikmenn sem spila saman og slá allir sitt upphafshögg af teig, síðan er valinn besti boltinn og slá allir þaðan og svo koll af kolli þar til boltinn fer í holu. Ekki er heimilt að tilkynna inn lið, aðeins einstaklinga, en mótsstjóri leggur sig fram um að búa til sem jöfnust lið. 

 

Mótsstjórn

Ályktun frá stjórn Hjartaheilla

HJARTAHEILL, landssamtök hjartasjúklinga harma það ástand sem hefur skapast í heilbrigðiskerfi landsmanna, ekki síst á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
 
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna undanfarna daga munu auka enn á þann vanda sem safnast hefur upp í verkföllum að undanförnu. Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild LSH hefur nú sagt upp störfum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þá lífsnauðsynlegu starfsemi og þá hjartasjúklinga sem þurfa á bráðri aðstoð að halda.
 
HJARTAHEILL skora hér með á samningsaðila beggja vegna borðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná samningum áður en gerðardómur tekur til starfa í þeirri von að hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk LSH sem nú þegar hefur sagt upp störfum sjái sér fært að draga uppsagnir sínar til baka áður en enn alvarlegra ástand skapast.
 
Fyrir hönd stjórnar Hjartaheilla:
Guðmundur Bjarnason, formaður GSM 892 7624
Sveinn Guðmundsson, varaformaður GSM 863 8090