2016 2016

Nýting erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu

Nýting erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu

Opinn fræðslufundur - Nýting erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu.

Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur – Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar – Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir – Hilma Hólm, hjartalæknir

Hjartaheill hvetur alla sín félagsmenn og gesti að mæta á þennan góða fyrirlestur.

Líkaminn getur gert viðvart 1 mánuði fyrir hjartaáfall: Þessi einkenni ættu allir að þekkja

Árlega látast margir af völdum hjartaáfalls en hjartaáföll eru meðal algengustu dánarorsakanna á Vesturlöndum. En allt að mánuði áður en hjartaáfall ríður yfir byrjar líkaminn að senda frá sér ákveðinn aðvörunarmerki og þau getur að sjálfsögðu verið gott að þekkja.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Gutfuerdich.co. Þar eru nokkur atriði talin upp sem eru sögð vera viðvörunarmerki um að eitthvað sé að hjartanu.

hjartaepli

1. Þreyta. Það er eðlilegt að vera þreyttur öðru hvoru en ef þú örmagnast af hversdagslegum hlutum eins og að versla inn getur verið góð hugmynd að fara til læknis. Það sama á við ef þú verður móð(ur) við minnháttar áreynslu.

2. Þrýstingur fyrir brjósti. Eitt algengasta merkið um yfirvofandi hjartaáfall er þrýstingur fyrir brjósti. Þessi þrýstingur finnst ekki endilega bara í brjóstinu heldur getur hann einnig fundist í handlegg, yfirleitt þeim vinstri, en einnig getur fólk fundið fyrir þrýstingi í hálsinum innanverðum, hnakkanum, kjálka, baki eða maganum.

3. Andnauð. Við hjartaáfall dragast æðarnar saman en það hefur í för með sér að lungun fá ekki lengur nægilega mikið blóð. Þess vegna getur fólk fundið fyrir andnauð áður en það fær hjartaáfall. Ef fólk á skyndilega erfitt með andardrátt er full ástæða til að leita til læknis.

4. Örmögnun. Ef þér finnst þú vera veikburða og örmagna getur það verið vegna þess að vöðvarnir fá ekki lengur nægilega mikið blóð til sín. Það getur verið merki um yfirvofandi hjartaáfall.

5. Mikill sviti og svimi. Ef maður svitnar mikið getur það verið merki um vandræði með hjartað. Svimi getur einnig verið vegna þess að of lítið blóð berst til heilans.

6. Kvef og inflúensa. Nú er árstími kvefs og flensu runnin upp og ekkert óeðlilegt við að fá annað hvort eða hvoru tveggja. En það eru kannski ekki allir sem vita að einkenni kvefs geta verið merki um yfirvofandi hjartaáfall. Það er rétt að hafa það í huga, sérstaklega ef fólk er með eitthvert áðurgreindra einkenna eftir því sem segir í umfjöllun Gutfuerdich.co.

Pressan 

Söfnun fyrir Hjartaheill hófst í gær

Söfnun fyrir Hjartaheill hófst í gærHr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hóf í gær opinberlega söfnunarverkefni Hjartaheilla við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

 

Hjartaheill stendur fyrir landssöfnun dagana 28. september til og með 8. október næstkomandi. Þar sem landsmenn eru hvattir til þess að kaupa Hjartanæluna og styðja þannig við margþætta starfsemi Hjartaheilla svo sem forvarnir og ókeypis mælingar á blóðgildum sem hafa sýnt sig að geta bjargað mannslífum. 

 

Hægt er að kaupa Hjartanæluna á vefsíðunni www.hjartaheill.is í verslunum 10/11, Iceland og Bónus í Lyfju, hjá Póstinum og á bensínstöðum N1. Sölufólk mun einnig ganga í hús meðan söfnunin stendur yfir. Nælan kostar 2.000,- kr. 

 

Árlega koma hundruðir manna í ókeypis mælingar á vegum Hjartaheilla og reglulega í slíkum mælingum hefur tugum manna verið vísað beint til frekari rannsókna. Á hverjum degi deyja að meðaltali tveir Íslendingar af völdum hjarta- og æðasjúkdóma sem oftar en ekki eiga sér erfðafræðilegar skýringar frekar en að þeir séu endilega afleiðingar lífsstíls. Allir ættu því að láta mæla blóðgildi sín reglulega. 

 

Á myndinni með forsetanum eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Sveinn Guðmundsson og Guðrún Bergmann Franzdóttir.

Alþjóðlegur hjartadagurinn 2016 - Hjartvænt umhverfi

Í lok hlaups hlupu þátttakendur með Sri Chinmoy friðarhlaupurum á vellinum þar sem herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hljóp með friðarkyndilinn. Tíunda Hjartadagshlaupið fór fram sunnudaginn 25. september við frábærar aðstæður. Hlaupnir voru 5 km og 10 km að venju. Sigurvegarar í 10 km voru Ingvar Hjartarson á 35:22 og Lina Rivedal á 38:47, en í 5 km hlaupinu sigruðu Arnar Pétursson á 16:08 og Andrea Kolbeinsdóttir á 18:43. Niðurstöður mælinga úr hlaupinu eru komnar inn á timataka.net og hlaup.is 

 

Í lok hlaups hlupu þátttakendur með Sri Chinmoy friðarhlaupurum á vellinum þar sem herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hljóp með friðarkyndilinn. 

 

Hjartadagshlaupið er haldið í tilefni Hjartadagsins sem haldinn er hátíðlegur um heim allan þann 29. september. Þema hjartadagsins í ár er hjartvænt umhverfi. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. 

 

Þann 29. september kl. 17:30 hefst hjartagangan. Lagt verður af stað við gömlu rafstöðina í Elliðarárdal og er þátttaka ókeypis.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

Flensusprautan Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 26. september 2016. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu.

 

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

Öllum sem orðnir eru 60 ára.

Öllum, bæði börnum og fullorðn um, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrnaog lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið.

Þunguðum konum.

 

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1144 / 2015. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva.

 

Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð.

 

Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800
Heilsugæslan Efra-Breiðholti , Reykjavík s: 513 1550
Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800
Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400
Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800
Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300
Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600
Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500
Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300
Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400
Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600
Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi s: 510 0700
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ s: 513 2100
Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600
Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300
Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900

 

Lífæðar hjartans – fræðslumynd um kransæðasjúkdóm

Lífæðar hjartans – fræðslumynd um kransæðasjúkdómÞrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æðasjúkdómar enn helsta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúkdómur. Í nýrri íslenskri fræðslumynd útskýra læknar orsakir og einkenni sjúkdómsins, helstu meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá reynslu sinni af því að fá kransæðastíflu.


Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Vignir Gestsson.

Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.

 

 

 

Bara ef ég hefði aldrei byrjað

Bara ef ég hefði aldrei byrjaðÍ þessari nýju heimildarmynd kynnumst við fjórum einstaklingum á besta aldri, sem ánetjuðust reykingum á unglingsárunum og hafa glímt við alvarlega sjúkdóma sem þær ollu. Enn búa þúsundir Íslendinga við afleiðingar reykinga þótt margt hafa áunnist í baráttunni við tóbaksdjöfulinn.

 

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson.

 

Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.

 

Alþjóðlegur hjartadagur 2016 - Hjartvænt umhverfi

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2016Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn.

 

Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupi og göngu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið. Flögutímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður frá Tímataka.net.

 

Þann 25. september kl. 10 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og verður þátttaka ókeypis eins og áður. Hlaupið verður ræst frá bílaplaninu við Smáraskóla við Kópavogsvöll. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og við stúkuna fyrir hlaup frá klukkan 9 en hlaupið hefst klukkan 10. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti. Þegar úrslit liggja fyrir verður hægt að sjá þau á hjarta.is, timataka.is og á hlaup.is.

 

Þann 29. september kl. 17:30 hefst hjartagangan. Lagt verður af stað við gömlu rafstöðina í Elliðarárdal. Göngustjórar í ár verða starfsmenn Hjartaheilla og er þátttaka ókeypis.

 

Þema hjartadagsins í ár er hjartvænt umhverfi. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Einstaklingurinn ræður sjálfur mestu um sinn eigin lífsstíl. Mikilvægt er þó að gera einstaklingnum kleift að haga sínum lífsstíl á sem heilsusamlegastan máta. Umhverfi okkar þar sem við búum, vinnum og iðkum frístundir, getur haft mikil áhrif á getu okkar til að taka réttar ákvarðanir með heilsu okkar í huga. Á síðustu áratugum hefur margt breyst til batnaðar í samfélagi okkar og umhverfi. Okkur hefur verið gert auðveldara að lifa heilsusamlegu lífi, sé áhugi fyrir hendi. Hjólastígar, göngustígar, almenn útivistarsvæði, takmarkanir á reykingum og ýmislegt fleira hafa skilað sér til þjóðarinnar í bættri heilsu. Sérhver hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna. Ekki þarf alltaf mikið til.

 

Dagskrá sunnudaginn 25. september

• Hjartadagshlaupið - klukkan 10:00 á Kópavogsvelli. Tvær vegalengdir, 5 og 10 km með tímatöku frá timataka.net. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin, auk útdráttarverðlauna. Skráning er á www.hlaup.is eða á staðnum, við stúkuna á Kópavogsvelli frá klukkan 09:00.

• Kynnir: ?
• Þátttakendum verður boðið í Sundlaugar Kópavogs að loknu hlaupi.
• Endilega klæðast einhverju rauðu.
• Þátttaka ókeypis.

 

Dagskrá fimmtudaginn 29. september

• Hjartadagsgangan - lagt af stað við gömlu rafstöðina í Elliaárdal kl: 17:30. Gangan er í umsjón starfsmanna frá Hjartaheill.
• Endilega klæðast einhverju rauðu.
• Þátttaka ókeypis.


Hjartasjúkdómar eru fyrirbyggjanlegir og með því að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl má seinka sjúkdómnum og jafnvel koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll.

 

Hreyfðu þig! Hreyfing þarf ekki að vera bundin við íþróttir eða líkamsrækt og getur verið margs konar, eins og við heimilisstörf, garðvinnu eða einfaldlega að fara út og leika við börnin. Settu þér raunhæf markmið, ekki byrja á því að klífa fjall eða hlaupa maraþon, þú byggir upp þrek og þol smám saman.

 

Borðaðu hollt! Takmarkaðu neyslu á unnum matvörum sem oft innihalda mikinn sykur, salt og mettaða fitu. Gerðu holla matinn spennandi fyrir börnin, berðu fram litríkan mat eins og ávexti og grænmeti og láttu þau aðstoða við matargerðina. Leiddu hugann að skammtastærðum, notaðu minni matardiska og leyfðu grænmetinu og ávöxtunum að taka mesta plássið.

 

Segðu NEI við tóbaki! Það er mikilvægt að þú bannir tóbaksnotkun á heimili þínu og gættu þannig að heilbrigði fjölskyldu þinnar. Fræddu börnin þín um skaðsemi tóbaks til að hjálpa þeim að velja líf án tóbaks. Ef þér finnst erfitt að hætta að reykja, leitaðu þér hjálpar.