2017 2017

Hvers vegna að gera erfðaskrá?

erfða

Hvers vegna að gera erfðaskrá?

Lilja Margrét Olsen lögmaður segir að aðalástæðan fyrir því að fólk eigi að gera erfðaskrá, sé að tryggja að fólk í samsettum fjölskyldum geti setið í óskiptu búi, þó makinn falli frá.

Stjúpbörn geta farið fram á að búi sé skipt              

Lilja Margrét segir að þeir sem vilja tryggja að maki þeirra geti setið í óskiptu búi eftir þeirra dag, eigi að gera erfðaskrá til að koma í veg fyrir að erfingjarnir fari fram á að búinu sé skipt. Þetta á við ef fólk er í síðara hjónabandi og stjúpbörn eru til staðar. Stjúpbörnin geta farið fram á að búi sé skipt ef foreldri þeirra fellur frá, jafnvel þó stjúpforeldrið sé á lífi. Með ákvæði í erfðaskrá er hægt að tryggja að eftirlifandi maki geti setið í óskiptu búi við þessar aðstæður, en þá hvílir á honum sú kvöð að rýra ekki eignir búsins umfram það sem eðlilegt getur talist.

Börnin fái allan arfinn

Önnur ástæða þess að að það getur verið ástæða fyrir fólk að gera erfðaskrá, er að hjónaskilnuðum fjölgar. Lilja Margrét segir að margir átti sig ekki á því að arfurinn sem rennur sjálfkrafa til barna þeirra, rennur til þeirra sem hjúskapareign. Arfurinn kemur þá til helmingaskipta við hjónaskilnað. Ef menn geri erfðaskrá geti þeir búið svo um hnútana að arfurinn verði séreign barnsins sem erfir.

Hægt að ráðstafa þriðjungi eigna annað

Þriðja ástæðan fyrir því að menn gera erfðaskrár, er sú að fólk hefur rétt á að ráðstafa þriðjungi eigna sinna til annarra en lögerfingja. Hafi menn áhuga á að arfleiða til dæmis Hjartaheill eða öðrum góðgerðar eða líknarfélögum að eignum sínum, geta þeir gert það með erfðaskrá, en þó er aldrei hægt að ráðstafa meira en þriðjungi eignanna með þessum hætti. Lögerfingjar fá ævinlega tvo þriðju hluta.

Alþjóðlegur hjartadagur 2017

 

Alþjóðlegur hjartadagur 2017

 

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.

 

Ellefta hjartadagshlaupið fer fram laugardaginn 23. september 2017 kl. 10:00 frá Kópavogsvelli. Hlaupið verður 5 og 10 km að venju.

 

Þann 29. september 2017 kl. 17:00 verður hjartagangan – lagt verður af stað frá göngubrúnnum við gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal og gengið um Elliðaárdalinn undir forystu Hjartaheilla. Gangan er um 4 km að lengd.

 

Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum - þema hjartadagsins í ár er „Share the Power“.

 

Góður árangur af kransæða-hjáveituaðgerðum á Íslandi

 

Góður árangur af kransæða-hjáveituaðgerðum á Íslandi

 

Á dögunum birtist vísindagrein í tímaritinu Scandinavian Cardiovascular Journal sem sýnir góðan langtímaárangur af kransæðahjáveituaðgerðum hér á landi. Fyrsti höfundur greinarinnar er Hera Jóhannesdóttir læknir en rannsóknin er hluti af stórri rannsókn á árangri opinna hjartaaðgerða á Íslandi sem staðið hefur í rúman áratug undir stjórn Tómasar Guðbjartssonar, prófessors og yfirlæknis á Landspítala.

 

Rannsókin tekur til rúmlega 1500 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012 og var sjúklingunum fylgt eftir að meðaltali í tæp sjö ár. Leitað var að upplýsingum um fylgikvilla og endurinnlagnir á öllum sjúkrahúsum landsins og voru upplýsingar um lifun fengnar frá Dánarmeinaskrá Landlæknisembættis. Í ljós kom að alvarlegir fylgikvillar voru fátíðir, en aðeins 6% sjúklinganna þurftu að gangast undir kransæðavíkkun á fyrstu fimm árunum eftir aðgerð, tíðni nýs hjartaáfalls var 2% og enn færri, eða 0,3%, þurftu að gangast undir enduraðgerð. Langtímalifun reyndist einnig mjög góð, en fimm árum frá aðgerð voru um 90% sjúklinga á lífi. Það þykir gott í alþjóðlegum samanburði, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að flestir sjúklinganna voru í kringum sjötugt þegar aðgerðin var gerð. Þegar langtímalifun aðgerðasjúklinganna var borin saman við lifun annarra Íslendinga á sama aldri og af sama kyni reyndist hún nánast sú sama. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar fréttir fyrir þá fjölmörgu einstaklinga sem gengist hafa undir kransæðahjáveitu hér á landi og aðstandendur þeirra en einnig lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir stórum hópi sjúklinga með kransæðasjúkdóm á Íslandi.

 

Kransæðasjúkdómur er algengasta dánarorsök Íslendinga og eitt helsta viðfangsefni íslensks heilbrigðiskerfis. Oftast er hægt að beita lyfjameðferð við sjúkdómnum eða kransæðavíkkun í þræðingu en við útbreiddum þrengingum, t.d. þegar allar þrjár stærstu kransæðar hjartans eru þrengdar, er beitt kransæðahjáveitu. Aðgerðin tekur oftast 3 – 4 klst. og að henni koma í kringum 10 manns; læknar, hjúkrunarfræðingar og starfsmenn á hjarta- og lungnavél.

 

Í dag eru rúmir þrír áratugir síðan fyrsta kransæðahjáveituaðgerðin var gerð á Íslandi. Frá þeim tíma hafa verið framkvæmdar yfir 4.000 slíkar aðgerðir á Landspítala, eða hátt í 150 aðgerðir árlega. Á síðustu árum hefur enn fremur vel á annan tug vísindagreina um árangur þessara aðgerða verið birtur í alþjóðlegum vísindatímaritum. Hingað til hafa rannsóknir hér á landi aðallega beinst að árangri þeirra á fyrstu 30 dögunum eftir aðgerð. Í þessari rannsókn er hins vegar litið til langtímaárangurs en slíkar rannsóknir hefur skort erlendis. Aðstæður til rannsókna á langtímalifun og fylgikvillum í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða eru einstakar hér á landi þar sem auðvelt er að fylgja sjúklingunum eftir auk þess sem þýðið er hæfilega stórt en tekur þó til heillar þjóðar.

 

Aðrir höfundar greinarinnar auk Heru og Tómasar voru læknarnir Linda Ó. Árnadóttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Tómas A. Axelsson, Martin I. Sigurðsson, Sólveig Helgadóttir, Daði Helgason, Helga R. Garðarsdóttir, Steinþór A. Marteinsson, Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir og Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor.

Háskóli Íslands 5. september 2017 

Ný leið í meðferð hjarta- og æðasjúk­dóma

lyf

 

Vís­inda­menn hafa þróað nýja teg­und lyfja sem gætu komið í veg fyr­ir þúsund­ir hjarta­áfalla og dauðsföll vegna krabba­meins. Upp­götv­un lyfj­anna er sögð ein mik­il­væg­asta upp­götv­un­in í lyfja­vís­ind­um frá því að statín, blóðfitu­lækk­andi lyf, komu til sög­unn­ar en lyf­in hafa aðra virkni en hefðbund­in lyfjameðferð. Meira

Morgunblaðið 27. ágúst 2017

Hvernig vilt þú eldast?

Hvernig vilt þú eldast?

Í dag lifa jarðarbúar tvöfalt lengur en fyrir 100 árum. Hins vegar eyða flest okkar síðustu 10-20 ár ævinnar við skerta heilsu vegna langvinnra sjúkdóma. Það er því mikilvægt verkefni einstaklinga og samfélagins að lengja þann tíma sem hver og einn lifir við góða heilsu. 


Í Háskólabíó þann 8. september verður haldin ráðstefna, “Who Wants To Live Forever" með þekktum alþjóðlegum fyrirlesurum þar sem þetta mál verður tekið fyrir. Að hversu miklu leyti hefur, hreyfing, mataræði, líkamsklukkan og jafnvel hugsanir, áhrif á heilsu og langlífi? Að lokum verður rætt hvernig komandi kynslóðir geti lifað í sátt og samlyndi við lífríki jarðarinnar.


Dagana í kringum ráðstefnuna verða haldin ýmis námskeið m.a. mun Ben Greenfield halda námskeið þar sem hjólað verður frá Nauthólsvík, í Heiðmörk og til baka. Með í för verður dr. Tamsin Lewis, læknir og sigurvegari UK Ironman 2014. Ítarlegri upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.


Félagsmönnum aðildarfélaga SÍBS býðst 20% afsláttur af ráðstefnugjaldi, sjá hnapp. Afsláttarkóðinn er Freddy17 til að komast inn.


Einnig bjóðum við upp á pakkaverð á hjólreiðanámskeiðið og ráðstefnuna á 35.000 kr. í gegnum þennan hlekk (http://tinyurl.com/yc2kf86w)

 

Hér má fræðast meira um ráðstefnuna.

Golfmót Hjartaheilla 2017

Sigurvegarar 2017

 

Golfmót Hjartaheilla það sjöunda í röðinni fór fram í dag, sunnudaginn 13. ágúst 2017 í blíðskaparveðri á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Alls voru 28 keppendur skráðir í mótið og var þeim skipt upp í 7 fjögurra manna lið og spilað Texas scramble.


Sigurvegarar mótsins voru Snævar Aðalsteinsson, Ásgeir Bjarni Ásgeirsson, Anna Gunnarsdóttir og Björn Guðbjörnsson.

 

Í öðru sætið voru Guðjón Stefánsson, Guðrún Oddsdóttir, Eystinn Marvinsson og Árni Bjarnason.

 

Í þriðja sætið voru Agnar Þorláksson, Gestur Helgason, Halldóra Ingólfsdóttir og Hallgrímur Friðfinnsson.

 

Anna Gunnarsdóttir fékk nándarverðlaun kvenna á 9. holu.
Árni Bjarnason fékk nándarverðlaun karla á 9. holu.

 

Almenn ánægja var meðal keppenda um fyrirkomulag mótsins og starfsmenn Bakkakotsvallar stóðu sig frábærlega með sinn þátt í mótinu að vanda. Að móti loknu gæddu keppendur sér á sérlega góðri aspassúpu að hætti starfsmanna Bakkakotsvallar.


Mótanefnd þakkar þátttakendum hjartanlega fyrir góða skemmtun og hlakkar til næsta golfmóts Hjartaheilla í ágúst 2018. Hér er hægt að skoða myndir frá mótinu.

Stuðningsnet sjúklingafélaganna

Studningsnet 1 300W110H

 

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.  

Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila og/eða fagaðilum Stuðningsnetsins. Meira

Golfmót Hjartaheilla 2017

Golfmót Hjartaheilla 2017

Skráning er hafin í golfmót Hjartaheilla sem haldið verður sunnudaginn 13. ágúst 2017 kl. 09:00 á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal – mæting kl. 08:30. Keppt verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár þ.e. Texas scramble. Raðað verður í lið miðað við forgjöf - það er ekki hægt að skrá 4. manna lið saman í mótið vegna forgjafar. Verðlaunaafhending, súpa og brauð í boði Hjartaheilla að móti loknu. Sérstakt skráningarform fylgir núna með til að auðvelda mótanefnd utanumhald – skrá sig í mótið
Mótanefnd.

Hver er besti möguleikinn til að lifa af hjartaáfall ef þú ert einn?


shutterstock 96242984-2

 

Það fer vel á því að þetta sé einn af einn af þeim pistlum sem hafa verið mest lesnir hér á hjartaíf.is á árinu 2016. Um árabil hefur póstur farið um netið þar sem fólki sem fær hjartaáfall í einrúmi er ráðlagt að hósta. Þetta eru rangar upplýsingar og eiga ekki við nein rök að styðjast. Hér fyrir neðan færðu að vita af hverju þetta er bull og hvað þú átt raunverulega að gera í þessum aðstæðum

 

Hjartaáföll geta verið ógnvænleg og jafnvel lífshættuleg, sérstaklega ef þú þekkir ekki viðvörunarmerkin.

Skjót viðbrögð skipta miklu máli og læknishjálp er nauðsynleg þegar um hjartaáfall er að ræða til að koma í veg fyrir skemmdir á hjartavöðva eða jafnvel dauða. En hvernig áttu besta möguleika að lifa af hjartaáfall þegar þú ert einn/ein?

Hver eru einkennin ?

Til að lifa af hjartaáfall þegar þú ert einn/ein, er mikilvægt að þekkja einkennin og hvað gerist meðan á þessu ferli stendur.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Mayo Clinic verður hjartaáfall þegar hindrun verður á blóðflæðinu til hjartans vegna blóðtappa í kransæðunum.

Kransæðarnar sjá til þess að næra hjartavöðvann með blóði og ef truflun verður á því getur hjartavöðvinn skemmst og í alvarlegustu tilfellum getur það leitt til dauða.

Viðvörunarmerki hjartaáfalls eru yfirleitt mild, og mjög margir myndu skrifa þau einkenni á aðrar heilsufarslegar ástæður. Vegna þessa er reynslan sú að fólk bíður að meðaltali í 3 klukkutíma  áður en leitað er aðstoðar vegna hjartaáfalls.

Dæmi um einkenni:

 • Þrýstingur eða herpingur í brjósti
 • Þreyta
 • Mæði
 • Sviti eða kaldur sviti
 • Kviðverkir
 • Brjóstsviðatilfinning
 • Svimi
 • Yfirliðstilfinning
 • Hjartastopp
 • Ógleði
 • Óreglulegur hjartsláttur
 • Óþægindi eða verkir í baki, hálsi eða kjálka

Það er mikilvægt að vita að hjartaáföll geta líka átt sér stað án þess að gera boð á undan sér og ef einkenna verður vart geta þau verið ólík hjá körlum og konum.

https://www.youtube.com/watch?v=Es-Cr9uRXgQ

Hvað áttu að gera til að lifa af hjartaáfall þegar þú ert einn/ein ?

Til að læra hvernig maður getur aukið möguleika sína til að lifa af hjartaáfall  er mikilvægt að byrja á því að leiðrétta mýtu sem lengi hefur verið á sveimi um hvernig hægt sé að lifa af hjartaáfall.

Samkvæmt Rochester General hefur fjöldapóstur gengið manna á milli á internetinu undanfarinn ár. Í þessum fjöldapósti hefur því verið haldið fram að einstaklingur sem fengi hjartaáfall ætti að hósta síendurtekið til að bjarga sér frá dauða.

Í fjöldapóstinum kom fram að hann væri upprunnin frá Rochester General, en það er alrangt.

„Við finnum engin gögn sem renna stoðum undir það að þessi fjöldpóstur hafi verið útbúinn eða sendur út af Rochester General á undanförnum 20 árum. Auk þess eiga læknisfræðilegar upplýsingar sem koma fram í umræddri grein sér enga stoð í læknisfræðilegum gögnum né eru viðurkennd af starfsmönnum Rochester General segir talsmaður stofnunarinnar“.

Þannig ef það að hósta hjálpar ekki, hvað á fólk þá að gera? Ekki bíða alla vega.

„Hægt væri að koma í veg fyrir mörg dauðsföll með því að bregðast skjótt við og fá rétta meðferð strax,“ segir Dr. Robert Frankel sérfræðingur í kransæðavíkkunum við Maimondides Medical Center. Það er algengt að fólk finni fyrir þyngslum fyrir brjósti og verkurinn getur leitt út í vinstri handlegg eða upp í háls.“

Samkvæmt því sem Dr. Frankel segir þá er það mikilvægasta sem einstaklingur getur gert til að lifa af hjartaáfall þegar viðkomandi er einsamall, að þekkja einkennin.

Marmiðið á að vera að vera komin undir læknishendur þar sem hægt er að opna æðina sem stíflast innan 90 mínútna. Rannsóknir sína jafnframt að betra sé að fara með sjúkrabíl heldur en að keyra sjálfur á sjúkrahús.

Þegar búið er að hringja í sjúkrabíl –jafnvel áður en að því kemur- og þú býður eftir aðstoð, ættir þú að taka 162-325 mg af aspiríni eða magnýl sem við þekkjum nú betur hér á Íslandi.

Af hverju magnýl? Samkvæmt Harvard Medical School bendir allt til þess að magnýl sé mikilvægt þegar um hjartaáfall (bráða kransæðastíflu) er að ræða vegna þess að blóðtappar í kransæðum stækka með hverri mínútu sem líður. Með því að taka strax inn magnýl er komið í veg fyrir að blóðflögurnar loði saman og þar með er búið að fyrirbyggja að blóðtappinn stækki og versni og valdi með því jafnvel enn meiri skaða.

Núverandi leiðbeiningar benda til þess að einstaklingur hafi bestan möguleika á því að lifa af hjartaáfall þegar viðkomandi er einsamall, með því að tyggja magnýlið (aspirínið) áður en lyfinu er kyngt í stað þess að taka kyngja henni heilli. Rannsóknir benda til að magnýltafla sem er tuggin, er 5 mínútum síðar búinn að draga úr viðloðun blóðflagna um 50% og 14 mínútum síðar er taflan búinn að ná hámarksvirkni.

Ef taflan er gleypt í heilu lagi, virkar hún líka en það tekur hana 12 mínútur að ná 50% virkni og 26 mínútur að ná hámarks virkni.

Áttu ekki magnýl (aspirín)? Einstaklingur getur líka tekið inn Alka-Seltzer töflu með smá vatni.

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Harvard Medical School tekur það Alka-Seltzer 8 mínútur að ná 50% virkni á blóðflögurnar og 16 mínútur að ná fullri virkni.

Alka Seltzer inniheldur aspirín og gæti þess vegna komið að gagni þegar um hjartaáfall er að ræða.

Ég held hinsvegar að alka seltzer sé ekki til á Íslandi en starfsfólk apóteka getur væntanlega bent á eitthvað sambærilegt.

Samkvæmt upplýsingum frá Harvard Medical School þá er besta virkin fengin með því að tyggja 325mg af magnýl (aspirín) ef grunur leikur á því að um hjartaáfall sé að ræða og ætti að tyggja töfluna eins fljótt og auðið er en forðast húðaðar töflur þar sem þær seinka virkni lyfsins. Jafnvel þó þær séu tuggðar.

Ef þú ert einn/ein og ert með sögu um hjartasjúkdóm, áttu kannski nú þegar til annað áríðandi lyf við höndina. Þetta er nitroglyserin eða eins og þær eru oft kallaðar, sprengitöflur.  Ef grunur leikur á því að þú sért að fá hjartaáfall taktu þær strax eins og leiðbeiningar segja til um. Aldrei skal neyta sprengjutaflna frá öðrum þar sem slíkt getur skapað alvarleg vandræði.

Lykilatriðið er að þekkja einkennin, kalla umsvifalaust á hjálp auk þess að taka magnýl (aspirín) og sprengitöflu eins fljótt og mögulegt er.

Þetta er það besta sem þú getur gert til að auka möguleika þín á því að lifa af hjartaáfall ef þú er ein/einn.

Án þess að það sé hægt að tryggja það fólk lifi af með þessum aðferðum geta þessi atriði verið lífsbjargandi og verið besti möguleiki þinn til að komast undir læknishendur í tíma.

https://www.youtube.com/watch?v=CRcJt2-8qMA

Heimildir : Mayo Clinic, Rochester General, Harvard medical School og saludify.com

Fengið af vef, hjartalif.is