Hlutu heiðursmerki Hjartaheilla 2017

Hlutu heiðursmerki Hjartaheilla 2017

 

Heiðursfélagar ásamt Sveini Guðmundssyni, formanni, Valgerði Hermannsdóttur, varaformanni og Ásgeiri Þór Árnasyni, framkvæmdastjóra Hjartaheilla.

 

Á myndina vantar Harald Finnsson, Hjört Hermannsson, Pétur Bjarnason, Gísla J. Júlíusson, Auði Ingvarsdóttur, Guðnýju Sigurðardóttur og Ólöfu Sveinsdóttur.

 

Á formannafundi Hjartaheilla þann 8. desember s.l. voru 20 félagar heiðraðir fyrir margvísleg störf í þágu Hjartaheilla. Er það mikill fengur fyrir félagið að eiga slíkan fjársjóð sem býr í öllu þessu heiðursfólki sem svo sannarlega átti þessa viðurkenningu skilið.

 

Nöfn þeirra sem fengu Heiðursmerki og heiðursskjal Hjartaheilla eru:

Guðrún Bergmann Franzdóttir – fyrir 13 ára störf í þágu Hjartaheilla

 

Haraldur Finnsson – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi formaður Hjartaheilla höfuðborgarsvæðisins.

 

Hjörtur Hermannsson – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem formaður Hjartaheilla Vestmannaeyjum.

 

Magnús Þorgrímsson – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi formaður Hjartaheilla Vesturlandi.

 

Margrét Albertsdóttir – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og skjólstæðinga samtakanna í mörg ár.

 

Pétur Bjarnason – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla s.l. 17 ár og yrði of langt að telja upp allt það sem Pétur hefur lagt hönd á fyrir samtökin.

 

Sigurður Helgason – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi formaður Hjartaheilla Vesturlandi.

 

Gísli J. Júlíusson – fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi formaður Hjartaheilla Eyjafjarðarsvæðinu.

 

Auður Ingvarsdóttir – stofnfélagi og ýmis störf í þágu Hjartaheilla allt frá stofnun samtakanna.

 

Guðmundur R. Óskarsson – endurskoðandi samtakanna frá upphafi og raunagóður félagi alla tíð varðandi fjármál samtakanna.

 

Karlotta Jóna Finnsdóttir – bókari samtakanna frá árinu 2004 og gengt mörgum öðrum störfum fyrir Hjartaheill.

 

Sigurður Aðalgeirsson fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem formaður Hjartaheilla Þingeyjarsýslum.

 

Friðrik Ingvarsson fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem formaður/tengiliður Hjartaheilla Austurlandi.

 

Garðar Helgason fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem formaður/tengiliður Hjartaheilla Eyjafjarðarsvæðinu.

 

Valur Stefánsson fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi formaður Neistans styrktarfélags hjartveikra barna.

 

Ólafur Magnússon fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem formaður/tengiliður Hjartaheilla Vesturlandi.

 

Guðný Sigurðardóttir fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi gjaldkeri Neistans styrktarfélags hjartveikra barna.

 

Björg Björnsdóttir fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem fyrrverandi formaður Hjartaheilla Suðurlandi.

 

Ólöf Sveinsdóttir fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla og sem formaður Hjartaheilla Suðurnesjum.

 

Valbjörg Jónsdóttir fyrir ýmis störf í þágu Hjartaheilla.

Submit to Facebook