Fréttir 2018

Mæling í Grindavík 9. febrúar 2018

Mæling í Grindavík 9. febrúar 2018

 

Föstudaginn 9. febrúar fór fram heilsufarsmæling í Grindavík. Sent var út boðsbréf til allra íbúa í Grindarvíkurbæ og þeim boðinn ókeypis heilsufarsmælingar og gefinn kostur á að svara heilsufarskönnuninni Líf og heilsa.

 

Mælingar hófust stundvíslega kl. 09:00 og lauk um kl. 15:30. Alls mættu 161 einstaklingar í mælingu þennan dag.

 

Félögin sem standa að þessu verkefni eru SÍBS, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga og Samtök sykursjúkra í samstarfi við Grindavíkurbæ og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

 

Allir þessir samstarfsaðilar þakka þeim sem mættu í mælingarnar hjartanlega fyrir komuna og hlakka til að hefja mælingu í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði mánudaginn 12. febrúar kl. 10:00 til 15:00.

 

Hér er hægt að sjá myndir frá mælingunni 

Ókeypis heilsufarsmæling Reykjanesbæ

Ókeypis heilsufarsmæling í Reykjanesbæ 13. febrúar klukkan 08:00 - 18:00 - Skólavegur 6, Heilsugæslan 3ja hæð

 

Ókeypis heilsufarsmæling í Reykjanesbæ 13. febrúar klukkan 08:00 - 18:00 - Skólavegur 6, Heilsugæslan 3ja hæð

 

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.

 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Bjóða ókeypis heilsufarsmælingar á Suðurnesjum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

 

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS, Samtök sykursjúkra, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við sveitarfélögin Grindavík, Sandgerði og Reykjanesbæ dagana 9., 12. og 13. febrúar 2018. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.

 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

 

Íbúum á Reykjanesi verður boðið upp á heilsufarsmælingar í Heilsugæslan í Grindavík, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, föstudaginn 9. febrúar frá kl. 09:00 til 15:00.

 

Heilsugæslan Sandgerði, Íþróttamiðstöðin í Sandgerði, Suðurgata, 245 Sandgerði, mánudaginn 12. febrúar frá kl. 10:00 til 15:00.

 

Heilsugæslan í Reykjanesbæ, Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. febrúar frá kl. 08:00 til 18:00.

Stuðningsnet sjúklingafélaganna

Stuðningsnet sjúklingafélaganna

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.  Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur.

 

Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila og/eða fagaðilum Stuðningsnetsins. Meira