Mikil viðbrögð við verðkönnun

Í nýútkomnu fréttablaði Hjartaheilla, Velferð er að finna verðkönnun á nokkrum algengum hjartalyfjum. Gríðarlegur verðmunur kom í ljós, eða allt að 50%. Hægt er að nálgast blaðið hér á heimasíðunni okkar og félagsmenn fá blaðið sent heim í pósti. Það er ljóst að félagsmenn hafa brugðist við þessari könnun þegar í stað og segir Kristín G. Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og eigandi Rima Apóteks að mikil aukning sé í sölu þeirra lyfja sem tilgreind voru í könnuninni.

Megin niðurstaða á verðkönnun Velferðar var að Rima Apótek var með lægsta verðið og kom munurinn flestum á óvart. Kristín segir að það leyni sér ekki  að það sé veruleg í sölu lyfjanna sem fjallað var um. Sérstaklega hefur hún orðið vör við aukningu í sölu á Zarator, en þar var Rima Apótek með lang hagstæðasta verðið og bauð 40% afslátt af hluta sjúklings. Með afslætti kostar lyfið því 2970 kr, en hjá þeim aðila sem veitti engan afslátt er verðið 4950 kr. Við hvetjum ykkur til að skoða þessa verðkönnun.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *