Ekkert heyrst frá Strákunum

Strákarnir á Stöð 2 hafa enn ekki svarað áskorun um að hjóla með Eggerti Skúlasyni, þegar hann leggur upp í Hringveginn.

Fjöldamargir hafa haft samband við samtökin og spurst fyrir um hvort Strákarnir ætli að taka áskoruninni. Svar hefur ekki borist. Eggert Skúlason og Eiður Smári skoruðu á Strákana að taka þátt. Eggert Skúlason sagði í samtali við heimasíðuna að hann ætti von á að heyra frá þeim flótlega. “Þetta eru flottir strákar og ég er sannfærður um að þeir mæta. Ég hef ekki enn heyrt um áskorun sem þeir hafa klikkað á. Og þeir fara ekki að byrja á því núna.”

Nú eru fjórir dagar þar til Eggert leggur af stað. Hann hjólar út úr borginni ásamt Eiði Smára verndara Hjartaheilla á mánudagsmorgun klukkan 8:30 og verður lagt af stað í beinni útsendingu á Stöð 2 í þættinum Íslandi í bítið.

Fólki er bent á að í kvöld, fimmtudag heldur áfram umfjöllun á Stöð 2 í Íslandi í dag um undirbúning ferðarinnar. Á morgun föstudag mun svo Jónsi frumflytja lag sem hann hefur samið vegna ferðarinnar. Miklar þakkir eru færðar Jónsa og hans fólki sem lagt hefur mikla vinnu í gerð lagsins og upptökur á því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *