Aukaþing SÍBS

Aukaþing SÍBS verður haldið á Reykjalundi, kl. 14.00, föstudaginn, 4. nóvember n.k. Efni þingins verður skipulagsmál. Rétt til þingsetu eiga sömu fulltrúar og sátu 34. þing SÍBS árið 2004. Einnig eiga seturétt formenn deilda og nefnda á vegum SÍBS.

Vinnuhópur um skipulagsmál SÍBS hefur starfað undanfarna mánuði og verða hugmyndir vinnuhópsins til umræðu á aukaþinginu. Sigurður R. Sigurjónsson, formaður SÍBS fjallar almennt um skipulagsmál félaga, stofnana og fyrirtækja auk þess sem Sólveig Ólafsdóttir, lögfræðingur og formaður skipulagshópsins fjallar um hugmyndir hópsins í skipulagsmálum SÍBS. Þá mun Birgir Þ. Kjartansson, formaður stjórnar Múlalundar fjalla um málefni Múlalundar. Gert er ráð fyrir að þessar hugmyndir nýtist síðan laga- og skipulagsnefnd SÍBS í vinnu nefndarinnar við undirbúning lagabreytingartillagna fyrir sambandsþing SÍBS 2006.
Virðingarfyllst,

Sigurður R. Sigurjónsson, formaður SÍBS 
Helgi Hróðmarsson, framkv.stj SÍBS

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *