Hafdís Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands og tekur hún til starfa þann fyrsta febrúar n.k. Frá ráðningu hennar var formlega gengið á fundi framkvæmdastjórnar ÖBÍ, þriðjudaginn 17. janúar.
Hafdís er leikskólakennari að mennt með sérkennsluréttindi frá Háskólanum í Osló. Hún er nú við það að ljúka meistaranámi í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands. Hafdís var framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra frá 1997 til 2005. Á síðasta ári gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar- miðborgar og hlíða. Hafdís var fulltrúi í aðalstjórn ÖBÍ frá 1997 til 2003 og átti sæti í framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins frá 1998 til ársins 2000. Hafdís er boðin velkomin til starfa.