Auka þarf forvarnir

Með því að hefja markvissa leit hjá öllum Íslendingum yfir þrítugt vegna kransæðasjúkdóma væri unnt að bæta heilsufar landsmanna verulega og koma í veg fyrir mörg dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma. Hjartalæknar telja áherslu heilbrigðisyfirvalda á forvarnir ekki nægilega.

 

Ótrúverðugt er að stjórnvöld hyggist draga verulega úr hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi á meðan framlög til aukinnar hreyfingar eru skattlögð og engin framlög til einstaklinga af þeirra hálfu til forvarnareftirlits hjartasjúkdóma. Þetta segir Karl Andersen formaður hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna.

 

Þótt verulegur árangur hafi náðst í baráttu við kransæðasjúkdóma hér á landi, með bættri meðferð, heilbrigðari lífsstíl og aukinni þekkingu væri unnt að stórbæta heilsu þjóðarinnar með því að grípa fyrr inn í atburðarrásina en oft er gert. RÚV 30.01.2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *