Fræðslu- og skemmtifundur verður haldinn sunnudaginn 10. desember 2006 kl. 14:00 í Hliðarsal á Hótel Sögu.
Dagskrá:
1. Fyrirlestur: Það eru forréttindi að lifa með fötlun. Freyja Haraldsdóttir.
2. Upplestur úr nýjum bókum: Einar Már Guðmundsson les úr nýútkomnum bókum sínum, „Nafnlausir vegir" og „Ég stytti mér leið framhjá dauðanum".
Einnig verður lesið upp úr nýjustu bók Fríðu Sigurðardóttur, „Í húsi Júlíu".
3.Tónlistaratriði: Söngnemar frá Söngskólanum í Reykjavík.
Veitingar í boði félagsins.
Eigum saman góða stund á aðventunni.
Stjórnin