
Reykjavíkurmaraþon Glitnis fór fram í frábæru veðri laugardaginn 18. ágúst. Metþátttaka var í hlaupinu í ár en alls hlupu 11.342 manns um götur borgarinnar frá klukkan átta um morguninn til þrjú seinnipart dags.
Í frábærri stemmingu er með sanni hægt að segja að þátttakendur hafi málað bæinn rauðann. Almenningur hvatti hlaupara áfram af miklum krafti við ráslínunna en einnig voru hin ýmsu góðgerðar- og líknarfélög búin að finna sér staði á hlaupaleiðunum og tóku vel á móti þátttakendur er þeir þutu framhjá!
Það er ljóst að allir sigruðu í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn, þá hvortveggja í senn einstaklingar sem unnu persónulega hlaupasigra sem og fjölmörg góðgerðar- og líknarfélög sem bæði njóta fjárhagslega góðs af viðburðinum sem og fengu tækifæri til að vekja athygli á sínum málstað.
Áheit Glitnis. Glitnir bryddaði upp á þeirri nýjung að heita á þá viðskiptavini sína sem taka þátt í hlaupinu. Viðskiptavinirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og völdu hvaða góðgerðarsamtök njóta góðs af þátttökunni en Glitnir greiddi 500 krónur til góðgerðarmála fyrir hvern kílómetra sem þeir hlupu.
Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, þakka öllum sem lögðu Hjartaheill liðsinnis hvort sem hlaupið var eða hétu á hlaupara. Það er gott að eiga góða að.