Nefndin ákveður verðið

VEGNA frétta um smásöluverð á lyfjum á Íslandi árétta SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu að Lyfjagreiðslunefnd ríkisins ákveður smásöluverðið en ekki smásalarnir.

 

Lyfsalar hafa líka hvatt til aukins innflutnings samheitalyfja til að auka samkeppni og lækka lyfjakostnað, segir m.a. í tilkynningu frá samtökunum.

 

Samanburður lyfjagreiðslunefndar á verði lyfja á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum sýnir að smásöluálagning á Íslandi er hærri hér á landi en ytra þó að heildsöluálagning sé svipuð.

 

Sum umfjöllun fjölmiðla hefur verið þannig að ætla má að apótek ákveði sér háa álagningu og skirrist við að kaupa inn samheitalyf sem eru ódýrari en frumlyf. Hið rétta er að það er nefnd á vegum ríkisins, lyfjagreiðslunefnd, sem ákveður bæði heild- og smásöluverð lyfja. Lyfsalar flytja ekki inn lyf sjálfir og myndu gjarnan vilja sjá fleiri samheitalyf á markaði hér. Einnig skal áréttað að kannanir hafa sýnt að lyfjaverð út úr apótekum er að meðaltali 8% lægra hér en í Danmörku, svipað hér og í Svíþjóð en 5-6% hærra hér en í Noregi og Finnlandi, segir ennfremur. Morgunblaðið miðvikudaginn 13. febrúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *