Hjartaígræðsla:

Nokkrir Íslendingar hafa gengist undir hjartaígræðslu. Ákvörðun um slíka aðgerð er tekin þegar ljóst er að ekki verður lengra komist með öðrum meðferðarmöguleikum og starfssemi hjartavöðvans er orðin verulega skert og afkastalítil.

 

Sjúklingurinn þarf að gangast undir margar ítarlegar rannsóknir og ákveðin skilyrði verða að vera uppfyllt til þess að hægt sé að sækja um slíka aðgerð. Biðtími eftir nýju hjarta getur verið töluverður en í gildi er samningur milli Íslands og Danmerkur þangað sem Íslendingar fara sem þurfa á slíkri aðgerð að halda.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *