Þegar skipta þarf um hjartaloku er ýmist valin stálloka (mekanísk loka) eða lífræn loku (oftast svínaloka). Ýmsir þættir hafa áhrif á hvernig loka er valin í hverju tilfelli.
Þegar notuð er stálloka er ævilöng blóðþynning nauðsynleg en þess gerist ekki þörf þegar um er að ræða lífræna loku. Ástæðan er sú að stállokur valda aukinni hættu á blóðsegamyndun.