Kransæðavíkkun:

Kransæðavíkkun

Seint á áttunda áratugnum innleiddi Grüntzig nýja aðferð til að víkka út þröngar kransæðar. Með sömu tækni og við vinstri hjartaþræðingu er örmjó slanga þrædd að kransæðaropinu og síðan niður eftir kransæðinni sem víkka skal út.

 

Á enda slöngunnar er lítill belgur og er honum komið fyrir þar sem þrengslin eru mest. Síðan er belgurinn fylltur með vökva og þannig er fitunni og kalkinu sem þrengir æðina þrýst út að æðaveggnum. Í langflestum tilvikum (u.þ.b. 80-90%) tekst þetta vel. Í vissum tilvikum er stoðneti komið fyrir á þrengslasvæði og æðinni þannig haldið opinni.

 

Kransæðavíkkun

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *