Getur maður fengið krabbamein í hjartað?

Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans.

 

Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjartanu sjálfu. Slík æxli eru þá yfirleitt góðkynja, það er skemma ekki vefi með vexti sínum og sá sér ekki, en þau geta að sjálfsögðu valdið mjög alvarlegum einkennum vegna staðsetningar sinnar. Sárasjaldan gerist það að illkynja vöxtur hefst í hjartavöðvanum eða í æðum hjartans.

Upplýsingar Vísindarvefurinn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *