Hugum að velferð barna
Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.
Höfum eftirfarandi í huga:
-
Jákvæð samvera barna með fjölskyldunni skapar öryggi.
-
Börnin þurfa að finna að á þau sé hlustað og að þeirra nánustu séu ekki í hættu.
-
Höldum fjölskylduvenjum og festu þó að mikið gangi á í samfélaginu.
-
Notum matartíma fjölskyldunnar til að sinna þörfum barnanna fyrir jákvæða athygli.
-
Ræðum á yfirvegaðan hátt að fjármálakreppan er tímabundin.
-
Útskýrum fyrir börnunum að framtíðin er björt þótt á móti blási í dag.
-
Verum góð fyrirmynd þegar kemur að vanda og lausnum.
-
Styðjum börnin til þess að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt
Jákvæð samvera barna með fjölskyldunni skapar öryggi.
Börnin þurfa að finna að á þau sé hlustað og að þeirra nánustu séu ekki í hættu.
Höldum fjölskylduvenjum og festu þó að mikið gangi á í samfélaginu.
Notum matartíma fjölskyldunnar til að sinna þörfum barnanna fyrir jákvæða athygli.
Ræðum á yfirvegaðan hátt að fjármálakreppan er tímabundin.
Útskýrum fyrir börnunum að framtíðin er björt þótt á móti blási í dag.
Verum góð fyrirmynd þegar kemur að vanda og lausnum.
Styðjum börnin til þess að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt
-
Hlúum vel að þeim sem okkur þykir vænt um
Verum þess minnug að hér er um tímabundna erfiðleika að ræða sem við Íslendingar munum vinna okkur í gegnum. Miklu máli skiptir að við tökumst á við þessa erfiðleika þannig að við byggjum á styrkleikum okkar og leggjum áherslu á baráttugleði, bjartsýni og samkennd.
Heilbrigðisráðuneytið
Menntamálaráðuneytið
Félags- og tryggingamálaráðuneytið
Barnaverndarstofa
Landlæknir
Lýðheilsustöð
Umboðsmaður barna
BUGL/LSH
Vinnueftirlitið