Hjartaheill fær 2 milljónir

Í vor barst stjórn Hjartaheilla sú heillafregn að Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa ætlaði að styrkja söfnun Hjartaheilla til kaupa á hjartamyndgreiningartæki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús.

 

Í baráttu Hjartaheilla fyrir betri tíð og bættum hag hjarta- og æðasjúklinga var fréttin stjórninni mikil uppörvun á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar. Á sérstökum fundi afhentu fulltrúar  sjóðsins Hjartaheillum upphæð að kr. 2.000.000 í söfnun þeirra með árnaðaróskum til samtakanna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *