Vegleg gjöf frá Hjartaheill í Vestmannaeyjum

Frá vinstri: Gunnar K. Gunnarsson, Hjörtur Kristjánsson læknir, fulltrúi DISTICA, Guðni Sigurðsson, Tryggvi Jónsson og Garðar Ásbjörnsson

Á dögunum komu fulltrúar Hjartaheilla í Vestmannaeyjum og færðu Heilbrigðisstofnuninni að gjöf Holtertæki sem mælir hjartslátt notenda í allt að 96 stundir.

 

Frá vinstri: Gunnar K. Gunnarsson, Hjörtur Kristjánsson læknir, fulltrúi DISTICA, Guðni Sigurðsson, Tryggvi Jónsson og Garðar ÁsbjörnssonTæki þetta ber notandi á sér og fylgist það með hjartslætti hans án þess að hann þurfi að vera rúmliggjandi.

 

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvað þetta tæki kemur sér vel fyrir þá sem eiga við hjartsláttartruflanir og jafnframt hvað þetta auðveldar læknum að greina orsök og þannig ákvarða lækningu.

 

 

Eyjafréttir http://www.eyjafrettir.is/forsida

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *