Hjartadrottningarnar hittast

hjart_bud2_vefur

Næsta þriðjudagskvöld, 13. október kl. 20:00, ætlum við ,, Hjartadrottningarnar“ að eiga saman notalega kvöldstund.

Valgerður Hermannsdóttir hjúkrunarfræðingur á Hjartadeild Landspítala ætlar að segja okkur frá áhugaverðum hlutum sem hún hefur verið að rannsaka. Svo ætlum við að spjalla saman, fá okkur kaffisopa, uppörva hvor aðra og hafa gaman saman. Endilega komið boðunum til kvenna í kringum ykkur og takið vinkonur með. Samverustundin verður haldin í höfuðstöðvum SÍBS, Síðumúla 6 – gengið inn um bakdyr.

Hlakka til að hitta ykkur.
Kær kveðja
Margrét Albertsdóttir
Félagsráðgjafi SÍBS / Hjartaheill

 

hjart_bud2_vefur

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *