
Jólakortasalan er hafinn hjá Hjartaheill, landssamtökum hjartasjúklinga. Félagsmenn og aðrir velunnar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölufólkinu okkar.
Hjartaheill hefur um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar.
Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru tíu kort í pakka og kosta 1200,- kr. Jólakortið í ár er hannað af 18 ára gamalli hjartaveikri stúlku sem heitir Hafdís Erla.
Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík, hjá aðildarfélögunum úti á landi, einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á hjartaheill@hjartaheill.is/old
Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið lykil fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Landsmenn hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vonum við að svo verði einnig fyrir þessi jól.