Hvernig vilt þú eldast?

Hvernig vilt þú eldast?

Hvernig vilt þú eldast?

Í dag lifa jarðarbúar tvöfalt lengur en fyrir 100 árum. Hins vegar eyða flest okkar síðustu 10-20 ár ævinnar við skerta heilsu vegna langvinnra sjúkdóma. Það er því mikilvægt verkefni einstaklinga og samfélagins að lengja þann tíma sem hver og einn lifir við góða heilsu. 

Í Háskólabíó þann 8. september verður haldin ráðstefna, “Who Wants To Live Forever“ með þekktum alþjóðlegum fyrirlesurum þar sem þetta mál verður tekið fyrir. Að hversu miklu leyti hefur, hreyfing, mataræði, líkamsklukkan og jafnvel hugsanir, áhrif á heilsu og langlífi? Að lokum verður rætt hvernig komandi kynslóðir geti lifað í sátt og samlyndi við lífríki jarðarinnar.

Dagana í kringum ráðstefnuna verða haldin ýmis námskeið m.a. mun Ben Greenfield halda námskeið þar sem hjólað verður frá Nauthólsvík, í Heiðmörk og til baka. Með í för verður dr. Tamsin Lewis, læknir og sigurvegari UK Ironman 2014. Ítarlegri upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Félagsmönnum aðildarfélaga SÍBS býðst 20% afsláttur af ráðstefnugjaldi, sjá hnapp. Afsláttarkóðinn er Freddy17 til að komast inn.

Einnig bjóðum við upp á pakkaverð á hjólreiðanámskeiðið og ráðstefnuna á 35.000 kr. í gegnum þennan hlekk (http://tinyurl.com/yc2kf86w)

 

Hér má fræðast meira um ráðstefnuna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *