Bráðamót­tak­an mun duga skammt

Hjartaheill tekur undir áhyggjur af lokun hjartagáttarinnar í sumar. Hjartasjúkdómar fara ekki í sumarfrí og bráðamóttaka Landspítalans mun duga skammt til að anna því viðbótarálagi sem af lokuninni hlýst.

Hjartaheill hvetur stjórnendur Landspítala eindregið til að hætta við fyrirhugaða lokun. Sjá frétt í Morgunblaðinu í dag og hér að neðan.