Ætlað samþykki líf­færa­gjaf­ar orðið að lög­um

Frum­varp fram­sókn­arþing­fólks­ins Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur og Will­ums Þórs Þórs­son­ar um ætlað samþykki við brott­námi líf­færa úr látn­um ein­stak­lingi var samþykkt á Alþingi skömmu fyr­ir há­degi.

52 þing­menn greiddu at­kvæði með til­lög­unni en tveir sátu hjá við at­kvæðagreiðslu. Lög­in öðlast gildi 1. janú­ar á næsta ári.

Með frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir því að það megi nema brott líf­færi eða líf­ræn efni úr lík­ama lát­ins ein­stak­lings til nota við lækn­is­meðferð ann­ars ein­stak­lings hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig and­víg­an því og það er ekki af öðrum sök­um talið brjóta í bága við vilja hans.

Morgunblaðið miðvikudaginn 6. júní 2018