Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

„Með því að hlaupa til styrkt­ar Hjarta­heill­um vil ég vekja at­hygli á því að það er ým­is­legt hægt þó að menn fái hjarta­áfall. Það er hægt að lifa líf­inu áfram eins og hver ann­ar,“ seg­ir Sig­mund­ur Stef­áns­son, 65 ára maraþon­hlaup­ari og járn­karl. Sig­mund­ur hleyp­ur í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu um næstu helgi til styrkt­ar Hjarta­heill­um, en sjálf­ur fékk hann hjarta­áfall fyr­ir tæp­um tutt­ugu árum.

„Ég lenti í því fyr­ir hart­nær tutt­ugu árum að fá hjarta­áfall. Frá þeim tíma­mót­um hef ég verið að hlaupa. Mér var nú fyrst ráðlagt að það væri ekki hollt fyr­ir mig. Síðan þjálfaði ég mig í ró­leg­heit­um upp í það að hlaupa maraþon,“ seg­ir Sig­mund­ur. MBL 14.08.2018