
Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, Sólveig Hildur Björnsdóttir, varaformaður SÍBS, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS. Ljósmynd/Árni Rúnarsson.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur verið sæmdur gullmerki SÍBS í tilefni af 80 ára afmæli samtakanna á afmælisdegi SÍBS 24. október síðastliðinn.
Í fréttatilkynningu frá SÍBS er vitnað í ávarp Guðna í SÍBS-blaðinu sem kom út í upphafi afmælisársins, en þar segir: „Íslendingar og landsmenn allir eiga SÍBS mikið að þakka. Á merkum tímamótum færi ég samtökunum og starfsliði þeirra þakkir fyrir fórnfúst og göfugt starf og óska þeim allra heilla.“
Þakka samtökin forsetanum heillaóskir á afmælisárinu og mun þau áfram „stuðla að heilbrigði þjóðarinnar með starfi í þágu forvarna, lýðheilsu og endurhæfingar,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.