For­set­inn sæmd­ur gull­merki SÍBS

SÍBS 80 ára

Guðmund­ur Löve, fram­kvæmda­stjóri SÍBS, Sól­veig Hild­ur Björns­dótt­ir, vara­formaður SÍBS, Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og Sveinn Guðmunds­son, formaður SÍBS. Ljós­mynd/​Árni Rúnarsson.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, hef­ur verið sæmd­ur gull­merki SÍBS í til­efni af 80 ára af­mæli sam­tak­anna á af­mæl­is­degi SÍBS 24. októ­ber síðastliðinn.

Í frétta­til­kynn­ingu frá SÍBS er vitnað í ávarp Guðna í SÍBS-blaðinu sem kom út í upp­hafi af­mælis­árs­ins, en þar seg­ir: „Íslend­ing­ar og lands­menn all­ir eiga SÍBS mikið að þakka. Á merk­um tíma­mót­um færi ég sam­tök­un­um og starfsliði þeirra þakk­ir fyr­ir fórn­fúst og göf­ugt starf og óska þeim allra heilla.“

Þakka sam­tök­in for­set­an­um heilla­ósk­ir á af­mælis­ár­inu og mun þau áfram „stuðla að heil­brigði þjóðar­inn­ar með starfi í þágu for­varna, lýðheilsu og end­ur­hæf­ing­ar,“ að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.