„Stór­kost­legt“ starf á Land­spít­al­an­um

„Stór­kost­legt“ starf á Land­spít­al­an­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að stór­kost­legt starf sé unnið á Land­spít­al­an­um og að það hafi veitt henni nýja sýn að kynn­ast starf­semi spít­al­ans með eig­in aug­um í heim­sókn sinni þangað í morg­un.

„Það er allt annað að heim­sækja Land­spít­al­ann sem sjúk­ling­ur eða aðstand­andi sem ég hef auðvitað gert eins og flest­ir, eða að koma og fá að sjá á bak við tjöld­in. Mér fannst það í sjálfu sér al­veg stór­merki­legt að sjá hvað er gott starf unnið hér, ekki að ég hafi ekki vitað það, en það er öðru­vísi að sjá það með eig­in aug­um,“ sagði Katrín í sam­tali við mbl.is að lok­inni heim­sókn­inni.

mbl.is 10. janúar 2019