Heilsueflandi samfélag Hafnarfjörður.

Í dag fóru fram heilsufarsmælingar í Hafnarfirði. Alls mættu 173 einstaklingar í mælingarnar sem stóðu frá kl. 11:00 til 16:00. Þökkum öllum þeim hjartanlega fyrir sem sáu sér fært að mæta.

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð.

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.