Heilaþvottur

Birgir Jakobsson

Eft­ir Birgi Jak­obs­son: „For­send­ur fyr­ir op­in­ber­um rekstri og einka­rekstri eiga að vera þær sömu. Skort­ur á slíku sam­ræmi hef­ur verið helsta brota­löm­in í heil­brigðis­kerf­inu.“

Það er með stíg­andi undr­an sem ég les viðtal við þá fé­laga, Ragn­ar Jóns­son og Ágúst Kára­son bæklun­ar­lækna, sem birt­ist í helgar­blaði Morg­un­blaðsins þ. 16. júní sl. Það er aug­ljóst að hvor­ug­ur þeirra hef­ur lesið heil­brigðis­stefn­una né held­ur hef­ur blaðamaður­inn und­ir­búið sig fyr­ir viðtalið með því að kynna sér málið. Þeir fé­lag­ar fá að ryðja úr sér hálfs­ann­ind­um og sleggju­dóm­um, sem ekk­ert hafa með heil­brigðis­stefnu að gera og blaðamaður gleyp­ir við öllu án þess að spyrja gagn­rýnna spurn­inga eða biðja þá fé­laga að rök­styðja mál­flutn­ing sinn með til­vitn­un í heil­brigðis­stefnu.

Hvergi í heil­brigðis­stefnu er gerð aðför að þeirri starf­semi sem fram fer í Orku­hús­inu, eins og þeir fé­lag­ar virðast telja. Mér vit­an­lega fer þar fram ágæt þjón­usta, þótt þar eins og í ann­arri heil­brigðisþjón­ustu hér á landi skorti gæðavísa til að meta ár­ang­ur þjón­ust­unn­ar og skil­virkni. Hvergi í stefn­unni er talað um að flytja eigi minni hátt­ar aðgerðir eins og að taka skrúf­ur úr fæti eða inn­grón­ar tánegl­ur inn á skurðstof­ur sjúkra­hús­anna enda væri slíkt fá­rán­legt. Ekki held­ur er talað um að flytja all­ar 500.000 heim­sókn­ir til sér­fræðinga á ári inn á göngu­deild­ir spít­al­anna.

Í heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 er talað um hvernig heil­brigðis­kerf­inu skuli stjórnað, að ábyrgð og valdsvið yf­ir­manna sé skýrt, svo og hlut­verk rík­is og sveit­ar­fé­laga um hver ger­ir hvað þegar kem­ur að veit­ingu heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu. Það er rætt um mik­il­vægi þess að sjúk­ling­ar fái rétta þjón­ustu á rétt­um stað, að hlut­verk veit­enda heil­brigðisþjón­ustu séu skil­greind og reynt sé af fremsta megni að tryggja sam­fellu í þjón­ust­unni. Heil­brigðis­stefna legg­ur þunga áherslu á að mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins sé sam­bæri­leg við það sem best ger­ist er­lend­is og að all­ar heil­brigðis­stétt­ir vinni sam­an að mál­efn­um sjúk­linga í teym­is­vinnu. Þá er lögð áhersla á að virkja not­end­urna sjálfa til auk­inn­ar ábyrgðar og þátt­töku í þjón­ust­unni og rætt um mik­il­vægi mennta­kerf­is­ins og sam­vinnu við önn­ur lönd í mennt­un heil­brigðis­stétta. Þá er einnig lögð áhersla á mik­il­vægi vís­inda­starfs og þeirra fjöl­mörgu mögu­leika sem Íslend­ing­ar hafa á því sviði.

Í heil­brigðis­stefnu er lögð áhersla á mik­il­vægi þess að kaup rík­is­ins á heil­brigðisþjón­ustu séu skil­virk, gerðar séu kröf­ur um aðgengi og gæði og að kaup­in séu byggð á grein­ingu á þeirri þörf sem fyr­ir ligg­ur og grein­ingu á kostnaði þeirr­ar þjón­ustu sem veitt er. Það virðist helst vera þetta sem fer fyr­ir brjóstið á sér­greina­lækn­um, en eins og all­ir vita og Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur bent á hafa þeir haft sjálf­dæmi um það hvaða þjón­usta er veitt og af hverj­um. Reikn­ing­ur­inn hef­ur verið send­ur á ríkið óháð því hvort þörf hef­ur verið á þjón­ust­unni eða ekki. Þjón­ust­an er veitt á for­send­um þjón­ustu­veit­enda en ekki eft­ir þörf­um not­enda. Þá er greini­legt að sér­greina­lækn­ar líta á það sem ógn við sína hags­muni, þegar sagt er í heil­brigðis­stefnu að styrkja eigi göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­hús­anna, ekki síst á Land­spít­ala. Þetta er gert til þess að mark­visst auka aðgengi lands­manna að þjón­ustu sér­greina­lækna og að sjúk­ling­ar eigi aðgang að þess­ari þjón­ustu óháð því hvort þeir hafi legið inni á spít­al­an­um eða ekki. Í þessu sam­bandi má nefna að ófá­ir sjúk­ling­ar með slitgikt í hnjám og mjöðmum hafa notið þjón­ustu bæklun­ar­lækna í Orku­hús­inu um langa hríð til þess að átta sig á því þegar komið er að liðskipt­um að slík­ar aðgerðir eru ekki gerðar þar og verða þá að bíða mánuðum sam­an eft­ir tíma á göngu­deild þess spít­ala sem fram­kvæm­ir þess­ar aðgerðir til þess eins að kom­ast á biðlista eft­ir aðgerð. Þá kem­ur fram í viðtali við þá fé­laga, að sjúk­ling­ar þeirra geti þurft á þjón­ustu op­in­bera kerf­is­ins að halda, ef óvænt at­vik koma upp. Þeir geta þess ekki að er­lend­is greiðir einkaaðil­inn fyr­ir þann kostnað sem hlýst af mis­tök­um. Sér­greina­lækn­ar vilja bæði éta kök­una og halda henni óskertri.

Meiri­hluti Íslend­inga vill hafa sterkt heil­brigðis­kerfi sem er fjár­magnað af hinu op­in­bera. Heil­brigðis­stefna til árs­ins 2030 tek­ur raun­veru­lega ekki af­stöðu til op­in­bers rekst­urs eða einka­rekst­urs í heil­brigðisþjón­ustu. Það sem kem­ur skýrt fram í stefn­unni um þetta mál er að for­send­ur fyr­ir op­in­ber­um rekstri og einka­rekstri í heil­brigðisþjón­ustu verði að vera hinar sömu. Þetta hef­ur verið ein helsta brota­löm­in í ís­lensku heil­brigðis­kerfi hingað til. Hvata­kerf­in hafa leynt og ljóst stýrt heil­brigðis­starfs­fólki, ekki síst sér­greina­lækn­um, út í einka­rekst­ur með nei­kvæðum af­leiðing­um fyr­ir op­in­bera þjón­ustu­veit­end­ur. Þar að auki hef­ur, eins og Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur bent á, marks­visst verið sparað í op­in­bera kerf­inu sl. tvo ára­tugi meðan einka­rekst­ur hef­ur fengið fríbréf og aukið hlut­deild sína.

Heil­brigðis­stefna til árs­ins 2030 hef­ur verið samþykkt mót­atkvæðalaust á Alþingi. Það er hlut­verk heil­brigðisráðherra að koma henni til fram­kvæmd­ar. Ráðherra hvers tíma hef­ur til­tölu­lega frjáls­ar hend­ur um áhersl­ur við fram­kvæmd stefn­unn­ar. Nú­ver­andi heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að auknu fé í heil­brigðis­kerfið verði varið til þess að styrkja grunnstoðir op­in­beru heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á öllu land­inu, sem farið hef­ur halloka fyr­ir vax­andi einka­væðingu á höfuðborg­ar­svæðinu síðustu ára­tugi. Ég er sann­færður um að meiri­hluti þjóðar­inn­ar er hlynnt­ur þeirri áherslu.

Höf­und­ur er aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra. birg­ir.jak­obs­son@hrn.is – birt í MBL föstudaginn 21. júní 2019.