Hvert fara út­runn­in lyf og lyfja­spjöld?

Flest reyn­um við eins og við get­um að hugsa sem best um um­hverfið og því skipt­ir miklu máli að vita hvað beri að gera við út­runn­in lyf og lyfja­spjöld. Ekki hend­ir maður þeim í ruslið? Og því síður í næsta niður­fall.

Sam­kvæmt vef Lyfja­stofn­un­ar ber að skila lyfj­um til eyðing­ar í apó­tek. Ekki er þörf á að skila papp­írsum­búðum utan af lyfj­um, þær á frek­ar að flokka með öðrum papp­írsúr­gangi.

Spraut­um og sprautu­nál­um skal skila í apó­tek í lokuðum ílát­um til að koma í veg fyr­ir að starfs­menn skaði sig á odd­hvöss­um hlut­um. Hægt er að fá sér­stök nála­box í apó­tek­um.

Öllum ís­lensk­um apó­tek­um ber skylda til að taka á móti lyfj­um frá ein­stak­ling­um til eyðing­ar.

Ein­hverj­um hef­ur fund­ist að apó­tek ættu að end­ur­greiða þau lyf sem skilað er en apó­tek­um er ekki heim­ilt að selja öðrum þau lyf sem skilað er þótt um óá­tekn­ar lyfjapakkn­ing­ar sé að ræða og lyf­in ekki runn­in út.

Þegar apó­tek hafa tekið við lyfj­um til eyðing­ar er þeim komið í ör­ugga eyðingu hjá fyr­ir­tækj­um sem hafa leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar til að eyða slík­um úr­gangi.

Niður­stöður könn­un­ar sem unn­in var fyr­ir Lyfja­stofn­un í nóv­em­ber 2016 sýna að rúm­lega þriðjung­ur Íslend­inga hend­ir lyfj­um í rusl, vask eða kló­sett. Ef lyfj­um er hent í rusl, vask eða kló­sett get­ur það haft skaðleg áhrif á um­hverfið.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að lyf sem hent er í rusl, vask eða kló­sett geta borist út í nátt­úr­una. Lyf sem ber­ast út í nátt­úr­una geta skaðað um­hverfið. Sem dæmi má nefna að sýkla­lyf hafa áhrif á um­hverfið á þann hátt að bakt­erí­ur verða ónæm­ar fyr­ir lyfj­un­um. Það get­ur síðan leitt til þess að erfitt verður að ráða við sýk­ing­ar því lyf­in virka þá ekki leng­ur á bakt­erí­urn­ar. Þá er líka þekkt að horm­ón­ar og efni frá lyfj­um sem or­saka horm­óna­breyt­ing­ar, t.d. estrógen í getnaðar­varn­art­öfl­um, get­ur leitt til þess að karl­kyns fisk­ar og frosk­ar verði tví­kynja sem dreg­ur úr hæfi­leika þeirra til æxl­un­ar.

Morgunblaðið 2. september 2019

Hvert fara út­runn­in lyf og lyfja­spjöld?
Mik­il­vægt er að tryggja rétta förg­un lyfja sem eru út­runn­in og/​eða ekki er þörf fyr­ir.