Útsending árgjalda árið 2021

Árgjöld Hjartaheilla 2021
Árgjald
Árgjald Hjartaheilla 2021

Um síðustu áramót var tekin sú ákvörðun hjá Hjartaheill að hætta að senda félagsmönnum greiðsluseðla vegna árgjalda. Er þetta gert í sparnaðarskini sem og umhverfissjónamiðum þar sem verulegur kostnaður fylgir útsendingu greiðsluseðla sem flestir enda í ruslatunnunni.

Er það von okkar að félagsmenn sem og Hjartavinir taki þessari sparnaðarleið vel og greiði árgjaldið í heimabankanum án greiðsluseðils.

Þessi breyting er hluti af breytingum hjá Hjartaheill þar sem meira er notað af rafrænum sendingum s.s. greiðsluseðla í tölvupósti og fl. Þeir félagsmenn sem óska geta fengið greiðsluseðil sendan til sín.

Nánari upplýsinga eru veittar með því að senda tölvupóst á netfangið hjartaheill@hjartaheill.is eða í síma 552 5744.

Stjórn og starfsfólk Hjartaheilla.