Berst fyr­ir lífi sínu eft­ir hjarta­stopp

Portú­galski markvörður­inn er lát­inn
Berst fyr­ir lífi sínu eft­ir hjarta­stopp
Al­fredo Quint­ana varði mark Portú­gals í leikj­un­um þrem­ur gegn Íslandi í janú­ar. AFP

Al­fredo Quint­ana, landsliðsmarkvörður Portú­gals í hand­knatt­leik, fékk hjarta­stopp á æf­ingu með fé­lagsliði sínu Porto í Portúgal í gær.

Quint­ana hneig niður á æf­ing­unni og var flutt­ur á Sao Joao-sjúkra­húsið í Porto þar sem hann berst nú fyr­ir lífi sínu.

Quint­ana, sem er 32 ára gam­all, er einn af lyk­il­mönn­um portú­galska landsliðsins en hann gerði Íslend­ing­um erfitt um vik í þrem­ur leikj­um liðanna í janú­ar, í undan­keppni EM sem og á HM í Egyptalandi.

Markvörður­inn fædd­ist á Kúbu en hef­ur búið í Portúgal síðustu ár. Hann lék sinn fyrsta lands­leik fyr­ir Portúgal árið 2014 en hann hef­ur sex sinn­um orðið Portú­gals­meist­ari með Porto.

„Hug­ur okk­ar hjá EHF er hjá Al­fredo Qint­ana, fjöl­skyldu hans og Porto,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Alþjóðahand­knatt­leiks­sam­bandið sendi frá sér í morg­un.

„Markvörður­inn fékk hjarta­stopp á æf­ingu í gær og við von­umst til þess að sjá hann aft­ur sem fyrst á hand­knatt­leiksvell­in­um.

Haltu áfram að berj­ast!“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu EHF.

mbl.is