Hjartavinur eða félagi
Sívaxandi fjöldi Hjartavina Hjartaheilla sýnir okkur að þjóðinni er annt um það starf sem félagið sinnir og þann stuðning sem það veitir Hjartadeild Landspítalans, Hjartasviði Reykjalundar, HL stöðinni sem og Heilsugæslumm, bæði með tækjagjöfum og fríum mælingum um allt land.
Það er aldrei hægt að fullþakka allar gjafir en þær skipta miklu máli í rekstri félagasamtaka eins og Hjartaheilla sem byggir afkomu sína nær eingöngu á því fé sem tekst að afla með fjáröflunum á borð við merkjasölu, jólakortasölu, sölu minningakorta, framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Hjartaheill mun ávallt standa vörð í baráttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómum íslensku þjóðinni til heilla.
Hjartavinir Hjartaheilla greiða mánaðarlega upphæð að eigin vali eða árgjald sem fer í forvarnar og tækjasjóð sem nýtist þjóðinni allri.
Einnig gefst ykkur kostur að styrkja með stöku framlagi.
Með því að hringja í síma 903 7100 styrkir þú Hjartaheill 3,500.- kr.
Viltu gerast hjartavinur ?
Hægt er að gerast mánaðalegur styrktaraðili Hjartaheilla ( hjartavinur) hægt er að velja um nokkrar upphæðir 500 kr, 1000kr, 1500 kr eða frjáls framlög mánaðarlega og stakt. Frjáls framlög er hæg að leggja inn á reikning 0513 – 26 – 8739 Kennitala 511083 – 0369.
Þeir sem vilja styrkja Hjartaheill mánaðarlega er bent á að hafa samband á hjartaheill@hjartaheill.is
Einnig er hægt að láta skrá sig fyrir árgjaldi sem er 3000 kr. með því að fylla út formið hér neðst á síðunni.
Félagsmenn og Hjartavinir styðja við starf Hjartaheilla, mælingaferðir, forvarnarstörf, tækjakaup ofl.