...

Hjartastopp

Rétt viðbragð gæti bjargað.

Getur þú hjálpað?

Veldu upphæð sem þú vilt styrkja verkefnið um, því endurlífgun er hjartans mál.


Hægt er að styrkja Hjartaheill með því að millifæra á reikning 0513-26-1600 kennitala 511083-0369 eða hringja í síma 903-7100 fyrir 3.500.kr-

ÁRÍÐANDI VIÐBRÖGÐ:

1. Hringja í 112

2. Byrja að hnoða

3. Kalla eftir næsta hjartastuðtæki

RÉTT VIÐBRÖGÐ
RÁÐA ÚRSLITUM

Að meðaltali fara um 200 manns í hjartastopp á ári á Íslandi.
um það bil 70% tilfella eiga sér stað utan spítala og jafnvel fjarri þeim.
Það tekur 3 - 5 mínútur að verða fyrir alvarlegum heilaskaða af völdum súrefnisskorts. Þessvegna er mikilvægt að bregðast strax við.
Sá sem veitir aðstoð, gæti bjargað lífi.

Myndband um endurlífgun – framleiðandi Sjóvá

HJARTAHNOÐ

Ef viðkomandi andar ekki: Veittu hjartahnoð. Settu báðar hendur á miðjan brjóstkassa, þrýstu brjóstkassa ákveðið og kröftuglega niður um 5-6 sm, 100-200 sinnum á mínútu. Hjartahnoð getur valdið blóðflæði til hjarta og heila og hindrað skaða þar til frekari hjálp berst. Ekki óttast að gera mistök. Til að halda föstum takti, hugsaðu um lög eins og "Öxar við ána" eða "Stayin Alive" með Bee Gees

HJARTASTUÐ

Hjartastuðtæki eru handhæg og einföld í notkun. Ef sjálfvirkt hjartastuðtæki kemur kveiktu á því og fylgdu leiðbeiningunum

GOTT OG OPIÐ AÐGENGI AÐ HJARTASTUÐTÆKI ER NAUÐSYNLEGT SEM ALLRA VÍÐAST

...


Hjartaheill eru landssamtök um heilbrigði hjartans, bætta heilsu og lífsgæði í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma. Í samtökunum eru fagfólk, hjartasjúklingar, aðstandendur og annað áhugafólk.