Gáttaþefur kom með góða gjöf til byggða í ár. Hann var staðráðinn í að félagið Hjartaheill fengi Pfizer styrkinn.
Sagðist hafa fylgst með starfsemi félagsins á árinu sem senn er á enda og vera stoltur af baráttu þeirra og sérstaklega ánægður með þennan Eggert Skúlason sem var svo duglegur að hjóla. Hafði orð á því að fyrr hefði hann nú dottið niður dauður en getað hjólað heila 1.400 km. Gáttaþefur veit að vinalega fólkið hjá honum Ásgeiri í Síðumúlanum hefur not fyrir aurinn og sendir þeim hjartans kveðjur.