Lyfja

Saga Lyfju hf. hófst árið 1996 er tóku gildi ákvæði nýrra lyfjalaga sem tryggðu frelsi í stofnun og rekstri lyfjabúða. Lagabreyting þessi hafði mikil áhrif á lyfjamarkaðinn, en áður höfðu yfirvöld úthlutað lyfsöluleyfum.

Lyf og heilsa

Lyf & heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðs vegar um landið. Í dag rekur fyrirtækið tvær keðjur á sviði smásöluverslunar með lyf, þær eru Lyf & heilsa annars vegar og Apótekarinn hins vegar.

Lyfjaver

Lyfjaver ehf. var stofnað í september 1998. Fyrsta verkefnið var að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemina, þróa hugbúnað og vinnuferla og sækja um leyfi til tölvustýrðrar lyfjaskömmtunar.

Lyfjagreiðslunefnd

Lyfjagreiðslunefnd er skipuð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fjögurra ára, skv. 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum. Nefndin var fyrst skipuð þann 15. ágúst 2004.

LyfjagreiðslunefndLyfjastofnun

Lyfjastofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

Apótekið

Hlutverk Apóteksins er að tryggja viðskiptavinum lyf, lausasölulyf og aðra vöru á lágu verði. Við höfðum til skynsemi neytenda og bjóðum hagstætt verð, einfalt vöruval, gott aðgengi og faglega þjónustu.

Garðs apótek

Garðs Apótek tók til starfa 27. október 1956 og hefur því starfað í 60 ár. Apótekið var fyrst að Hólmgarði 34, þaðan sem apótekið dregur nafn sitt, en var síðar flutt að Sogavegi 108 þar sem það er nú staðsett. Stofnandi og fyrsti lyfsali Garðs Apóteks var Mogens A. Mogensen og rak hann apótekið til loka árs 1984 er Örn Ævarr Markússon tók við og var lyfsali til loka árs 1997. Jón R. Sveinsson tók þá við apótekinu og rak apótekið til 1. ágúst 2006 er núverandi apótekari Haukur Ingason keypti apótekið og tók við lyfsöluleyfinu.

Apótekarinn

Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur.

Borgar Apótek

Borgar Apótek er einkarekið apótek og er afgreiðslutími þess rúmur eða frá kl. 8-18 alla virka daga. Apótekið býður lyf á hagstæðu verði auk fjölbreytts vöruvals í versluninni eins og t.a.m. hjúkrunarvörur, hár- og snyrtivörur (þekkt merki), vítamín og bætiefni, lesgleraugu, tannvörur og húðvörur. Boðið er upp á trausta og persónuleg þjónustu af reyndu starfsfólki, en tveir lyfjafræðingar starfa í Borgar Apóteki. Þá hentar lyfjaskömmtun mörgum en eingöngu er greitt fyrir lyfin sjálf , þ.e. engin skömmtunargjöld fyrir vinnu eða umbúðir. Einnig eru í boði heimsendingar eftir því sem viðskiptavinir kjósa gegn vægu gjaldi. Þá eru blóðþrýstingsmælingar ókeypis svo og mælingar á blóðsykri.

Lyfsalinn

Lyfsalinn er lítið fjölskyldufyrirtæki, sem hefur það að markmiði að veita hverjum og einum persónulega og afburða góða þjónustu. Við afgreiðum lyf hratt og örugglega og sendum lyf og vörur heim til viðskiptavina. Barnahornið okkar hefur alltaf mikið aðdráttarafl fyrir yngri kynslóðina. Einnig bjóðum við uppá þægilega biðaðstöðu fyrir viðskiptavini. Okkar markmið, er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni, á hagkvæmu verði.

HL-stöðin Akureyri

HL-stöðin er starfrækt yfir vetrarmánuðina frá fyrri hluta september til seinni hluta maí ár hvert. Þjálfun fer fram síðdegis virka daga, mánudaga til fimmtudaga á Bjargi, Bugðusíðu 1, 603 Akureyri.

HL-stöðin í Reykjavík

HL stöðin var stofnuð í Reykjavík 1989. Að stofnun hennar stóðu Landssamtök hjartasjúklinga, Sambands Íslenskra berklasjúklinga og Hjartavernd.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - Suðurlandsbraut 22 - 108 Reykjavik - Sími: 540-6400 - Fax: 5406401 - hjukrun@hjukrun.is

Sjúkraþjálfun á Íslandi

Sjúkraþjálfarar vinna í nánu samstarfi við lækna og aðrar heilbrigðisstéttir og meðhöndla sjúklinga í samráði við lækna. Ráðgjöf, forvarnir og heilsuefling er einnig mikilvægur þáttur í starfi sjúkraþjálfara.

Sjúkraþjálfun Styrkur

Sjúkraþjálfun Styrkur ehf er til húsa að Stangarhyl 7 í Reykjavík. Þar starfa nú 10 sjúkraþjálfarar bæði við einstaklingsmeðferð og hópþjálfun í vel búinni sjúkraþjálfunar- og líkamsræktarstöð.

MT stofan

Tíu sjúkraþjálfarar vinna á MT stofunni. Haukur Heiðar Ingólfsson heimilislæknir og trúnaðarlæknir Félags íslenskra hljómlistarmanna hefur aðstöðu á MT stofunni.

Sjúkraliðafélag Íslands

Skrifstofa félagsins er að Grensásvegi 16, efstu hæð, 108 Reykavík. Sími 553 9493 eða 553 9494. Símabréf 553 9492

Heilsuborg

Í Heilsuborg býðst heildstæð þjónusta margra fagaðila á heilbrigðissviði sem saman vinna markvisst að því að bæta heilsu og líðan hvers einstaklings sem til okkar leitar. Þjónusta Heilsuborgar kemur fram með nýjar áherslur á sviði heilbrigðisþjónustu og líkamsræktar og er ætlað að vera viðbót við núverandi þjónustu heilbrigðiskerfisins á sviði forvarna, meðferðar og endurhæfingar.

Doktor.is

Doktor.is birtir hér fréttir tengdar heilbrigðismálum.

Missir.is

Gagnasafn um sorgarferli, dauða og erfiða lífsreynslu, ætlað almenningi og fagfólki.

Geðrækt

Verkefnið Geðrækt er fræðslu- og forvarnaverkefni um geðheilsu og áhrifaþætti hennar.

Subway á Íslandi

Metnaður okkar liggur í að veita úrvalsþjónustu, sýna lipurð við framreiðslu á réttum okkar og að bjóða einungis hágæða hráefni sem á hvergi keppinaut.

Beinvernd

Beinin eru lifandi vefur sem inniheldur kalk og er í stöðugri endurbyggingu, þ.e. niðurbrot og nýmyndun eiga sér stað, enda þótt fullum vexti sé náð. Þar eru að verki bæði beinmyndunarfrumur (osteoblastar) og beinúrátur (osteoclastar).

Ísland.is

Ísland.is opnaði 7. mars 2007 og er hún upplýsinga- og þjónustugátt með heildstæðum upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er á vegum ríkis og sveitarfélaga. Á Ísland.is verður aðgengi að nánast öllum eyðublöðum ríkisins á einum stað.

Dómkirkjan í Reykjavík

Ísland.is opnaði 7. mars 2007 og er hún upplýsinga- og þjónustugátt með heildstæðum upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er á vegum ríkis og sveitarfélaga. Á Ísland.is verður aðgengi að nánast öllum eyðublöðum ríkisins á einum stað.

Alþingi

Símanúmer skrifstofu Alþingis er 563 0500. Póstfangið er Skrifstofa Alþingis, 150 Reykjavík.

Velferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011 samkvæmt lögum um breytingu á Stjórnarráð Íslands sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010. Með lagabreytingunni voru heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð og var velferðarráðuneytið stofnað á grunni þeirra. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál.

Landlæknisembættið

Landlæknir er ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt er varðar heilbrigðismál og annast framkvæmd tiltekinna málaflokka fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

TR

Tryggingastofnun ríkisins sér um framkvæmd almannatrygginga en til almannatrygginga teljast lífeyristryggingar, sjúkratryggingar og slysatryggingar.

Lýðheilsustöð

Hlutverk stöðvarinnar er að efla lýðheilsustarf og samræma það, annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu í samstarfi og samvinnu við landlækni og aðra eftir því sem við á og styðja starfsemi stofnana og frjálsra félagasamtaka.

Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands starfa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar sem tóku gildi þann 1. október 2008. Stofnunin heyrir undir velferðarráðherra og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur hún um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands starfa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar sem tóku gildi þann 1. október 2008. Stofnunin heyrir undir velferðarráðherra og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur hún um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.

European Resuscitation Council

Endurlífgun með hjartastuðtæki

Endurlífgun með hjartastuðtæki

Endurlífgunarráð Íslands

Bakgrunnur: Endurlífgunarráð Íslands var skipað af Landlækni 2001 og var fyrsti fundur þess haldinn 16. nóvember 2001. Fyrsti formaður ráðsins var Davíð Ottó Arnar skipaði Landlæknir í ráðið til fjögurra ára í senn. Nýtt Endurlífgunarráð var svo stofnað á grunni þess gamla 11. Nóvember 2013. Endurlífgunarráð Íslands er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar. Meginmarkmið þess er að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Endurlífgunarráð Íslands er aðili að evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) og á einn fulltrúa í framkvæmdaráði þess (General Assembly) auk þess sem einn fulltrúi Íslands situr í stjórn ERC.

AED hjartastuðtæki frá ZOLL frá Inter á Íslandi

AED hjartastuðtæki frá ZOLL frá Inter á Íslandi eru með þeim fullkomnustu á markaði og leiðbeina á íslensku. Sjá hvernig tækið virkar Inter ehf. þjónar heilbrigðisgeiranum með aðaláherslur á speglanir, skurðstofur, endurlífgun og bæklunaraðgerðir. Fyrirtækið býður upp á snögga og góða þjónustu og þjónar viðskiptavinum sínum með kennslu, viðgerðum og aðstoðar þá á allan mögulegan hátt.

Samaritan PAD500 hjartastuðtæki frá Donna ehf

Samaritan PAD500 hjartastuðtæki frá Donna ehf Sjá hvernig tækið virkar Donna er leiðandi fyrirtæki í sölu á búnaði til aðhlynningar og flutnings á slösuðum. Viðskiptavinir okkar eru meðal annars sjúkrabifreiðar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, lögregla, almannavarnir, björgunarsveitir og fleiri aðilar. Donna ehf er umboðsaðili flestra aðal framleiðanda sjúkrabúnaðar í heiminum í dag. Við höfum leitast við að bjóða aðeins viðurkenndar gæða vörur þar sem viðskiptavinir okkar verða að geta treyst þeim á ögurstund við erfiðustu aðstæður. Donna ehf var stofnuð 1974 af Ólafi Magnússyni.

Vistor

Vistor hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar, innflutnings og dreifingar á lyfjum á Íslandi. Vistor er einnig mikilvægur birgir með vörur fyrir sjúkrahús og rannsóknastofur; hreinlætisvörur og vörur til dýralækninga.

Hjartalíf

Á hjartalíf.is er að finna innlenda og erlenda tengla sem tengjast hjartanu, hjartasjúkdómum, hjartasjúklingum og aðstandendum þeirra.

Actavis

Actavis, sem er með höfuðstöðvar á Íslandi starfar í um 30 löndum í fimm heimsálfum og eru starfsmenn um sjö þúsund talsins.

Íslensk erfðagreining

Íslensk erfðagreining er leiðandi fyrirtæki á sviði mannerfðafræði. Starfsemi fyrirtækisins felst í að nota niðurstöður erfðarannsókna til að þróa og koma á markað nýjum lyfjum við algengum sjúkdómum.

Pfizer

Pfizer var stofnað í Bandaríkjunum 1849 en í dag starfa yfir 122.000 starfsmenn í yfir 150 löndum hjá fyrirtækinu. Pfizer rekur sjálfstæða markaðsdeild á Íslandi í Vistor hf., en hún heyrir undir dótturfyrirtæki Pfizer í Danmörku.

Reyklaus

Lýðheilsustöð tók til starfa 1. júlí 2003, samkvæmt lögum nr. 18/2003. Lýðheilsustöð tilheyrir heilbrigðiskerfi landsins og fellur undir stjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

Parlogis

Parlogis er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vörustjórnun fyrir framleiðendur og söluaðila sem vilja leggja áherslu á sölu-og markaðsstarf en úthýsa daglegri vörustjórnun.

Donna ehf

Donna er leiðandi fyrirtæki í sölu á búnaði til aðhlynningar og flutnings á slösuðum. Viðskiptavinir okkar eru meðal annars sjúkrabifreiðar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, lögregla, almannavarnir, björgunarsveitir og fleiri aðilar.

Logaland

Freestyle - Freestyle Mini - Omron - Huntleigh

Ismed - Icepharma

Ísmed ehf. var stofnað 17. nóvember, 1997 utan um sölu og markaðssetningu á lækningatækjum, hjúkrunarvörum og skurðstofuáhöldum. Ísmed á uppruna sinn að rekja til Lyfjaverslunar ríkisins sem var einkavædd árið 1994 og varð að Lyfjaverslun Íslands . Sölu og markaðsstarfssemi Lyfjaverslunar var skipt upp tvennt og fór hjúkrunarhlutinn til Ísmed en lyfjahlutinn til Ísfarm.

Fastus

Við hjá Fastus leggjum mikið upp úr góðri þjónustu og lítum á hvert viðskiptasamband sem langtímasamband.

Medor

MEDOR stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvörum. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknarvöru. MEDOR er skipað vel menntuðu starfsfólki sem gerir það að ákjósanlegum samstarfsaðila fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

Inter

Inter ehf þjónar heilbrigðisgeiranum með aðaláherslu á speglanir, skurðstofutæki, endurlífgun og gjörgæslusvið. Fyrirtækið veitir fljóta og góða þjónustu, kennir á tækin, sinnir viðgerðum og aðstoðar viðskiptavini sína á allan mögulegan hátt.

Novartis

Novartis var stofnað 1996 þegar Sandoz og Ciba-Geigy runnu saman. Undir Novartis eru 360 dótturfyrirtæki í 140 löndum og hjá þeim starfa samtals meira en 73.000 manns.

Artasan

Við sérhæfum okkur í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, lausasölulyfjum og samheitalyfjum. Við leggjum metnað okkar í að vera einungis með þekktar gæðavörur frá framleiðendum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Þannig bjóðum við almenningi vandaðar vörur á samkeppnishæfu verði til bættrar heilsu og vellíðunar.

SÍBS

Haustið 1938, hinn 24. október, voru 26 berklasjúklingar samankomnir á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að reyna að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu.

Neistinn

Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartasjúkdómum barna og hjartagalla, meðferð þeirra, réttindi fjölskyldunnar og mannlega þáttinn.

Samtök lungnasjúklinga

Samtök lungnasjúklinga voru stofnuð 20. maí, 1997. Lungnasjúklingar höfðu engan vettvang fyrir málefni sín og vandamál og var því nauðsyn slíkra samtaka mjög brýn.

Heilaheill

Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall). Slag verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur.

Félag nýrnasjúkra

Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja alla þá sem veikjast af langvinnum nýrnasjúkdómum og aðstandendur þeirra.

Lífið - samtök um líknandi meðferð

Markmið félagsins hefur verið frá upphafi að stuðla að framförum á sviði líknandi meðferðar með því að kynna líknandi meðferð sem gilt meðferðarúrræði, hvetja til rannsókna á sviði líknandi meðferðar og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Hjartavernd

Samtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Hjartavernd hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma niðurstöðum úr rannsóknum sínum til almennings og heilbrigðisstarfsfólks.

MedicAlert á Íslandi

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um meðlimi á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í yfir tvo áratugi. Í Íslandsdeildinni, eru um 4500 meðlimir, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum meðlima

Reykjalundur

Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita.

Múlalundur

Múlalundur er stærsta og elsta öryrkjavinnustofa landsins þar sem öryrkjar njóta endurhæfingar ásamt því að framleiða og selja mest allra af bréfabindum og lausblaðabókum.

Geðhjálp

Félagið Geðhjálp á rúmlega tuttugu ára sögu að baki. Undirbúningur þess hófst vorið 1979 og var það formlega stofnað sama haust.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt. Hún er annars vegar almenn og sérhæfð endurhæfingarstofnun og hins vegar veitir hún hvíldar- og hressingardvöl. Áhersla er lögð á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld.

Krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélag Íslands var stofnað 27. júní 1951. Þá voru aðildarfélögin þrjú en nú eru þau 30, bæði svæðafélög og stuðningshópar sjúklinga.

Rauði kross Íslands

Hugsjónagrundvöllur Rauða krossins er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu.

Ö.B.Í

Örykjabandalag Íslands var stofnað árið 1961. Stofnfélögin voru sex, en nú eru aðildarfélög bandalagsins 29. Fulltrúar allra félaganna sitja í stjórn Ö.B.Í.

Stuðningsnet sjúklingafélaganna

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila og/eða fagaðilum Stuðningsnetsins.

Landspítalinn

Landspítali háskólasjúkrahús varð til við sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ríkið tók við rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur 1. janúar 1999.

Hjartadeild Landspítalans

Sérhæfð hjartadeild spítalans tók til starfa 1966 í 4. hæð nýbyggingar. Tilgangur með stofnun deildarinnar var að koma á fót hjartagjörgæslu og voru tiltæk 2 hjartarafsjár, raflosttæki og neyðarvagn.

Hirsla - Landspítali University Hospital

Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive. Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of LSH employees.

Nýtt Háskólasjúkrahús við Hringbraut

Velkomin á vef um byggingu nýs HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS við Hringbraut Hér verður leitast við að koma á framfæri upplýsingum um undirbúning og framvindu verkefnisins.

Læknasetrið Mjódd

Á Læknasetrinu starfa nú 70 sérfræðingar í lyflækningum og öllum undirgreinum lyflækninga auk sérfræðinga í geðlækningum, lýta- og skurðlækningum.

Hjartamiðstöðin

Eitt af meginmarkmiðum Hjartamiðstöðvarinnar er að bjóða einstaklingum með hjarta-og æðasjúkdóma upp á greiðan aðgang að þjónustu fagaðila. Við viljum efla forvarnir og draga úr vægi hjarta-og æðasjúkdóma í samfélaginu.

Blóðbankinn

Megin viðfangsefni blóðbankastarfseminnar er að fullnægja þörfum sjúkrahúsanna fyrir blóð og blóðhluta. Nútíma skurðlækningar eru óframkvæmanlegar nema þær eigi að bakhjarli blóðbankaþjónustu.

Læknafélag Íslands

Tilgangur félagsins er: 1. Að efla hag og sóma hinnar íslensku læknastéttar og auka kynni og stéttarþroska félagsmanna. 2. Að standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna. 3. Að stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þeirra á því, er að starfi þeirra lýtur. 4. Að efla samvinnu lækna um allt, sem horfir til framfara í heilbrigðismálum. 5. Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi lækna að sameiginlegum hagsmunamálum. 6. Að beita sér fyrir bættu heilsufari landsmanna og vinna að stefnumótun í heilbrigðis málum.

Heilsugæslan

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Miðstöð heimahjúkrunar og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þar sem eru til húsa sex miðstöðvar.

Endurlífgunarráð Íslands

Landlæknir skipar endurlífgunarráð til fjögurra ára í senn. Ráðið var stofnað síðla árs 2001. Endurlífgunarráð er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar. Meginmarkmið þess er að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Endurlífgunarráð Íslands er aðili að evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) og á því einn fulltrúa í framkvæmdaráði þess (General Assembly).

NÝR Landspítali á betri stað – hvers vegna?

Við ákvörðun um staðsetningu sameinaðs spítala upp úr síðustu aldamótum þótti valið standa á milli Landspítala við Hringbraut og Borgarspítala. Erlendir ráðgjafar kusu Fossvoginn, en áhrifamönnum á Hringbraut hugnaðist það ekki og fengu því hnekkt. Æ síðan hafa verið efasemdir um Hringbrautina. Öll rök standa nú orðið til þess að byggja nýjan spítala á betri stað.