Strax eftir stofnun samtakanna hófu félagsmenn að safna peningum til að kaupa tæki fyrir hjartadeild Landspítalans. Fljótlega fóru að berast áheit og gjafir, en efnt var til fyrstu merkjasölunnar árið 1985 og hafa merki síðan verið seld á tveggja ára fresti.

Þessu fé hefur verið varið til að styrkja hjartadeildir Landspítalans við Hringbraut, endurhæfingarstöð hjartasjúklinga að Reykjalundi, HL-stöðvarnar í Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Vestmannaeyjum svo og til stuðnings við efnaminni hjartasjúklinga. Hjartaheill hefur gefið ýmis tæki til sjúkrastofnana, svo hundruðum milljóna króna skiptir frá stofnun samtakanna.

Þá hafa samtökin staðið að útgáfu og sölu jólakorta og hefur það framtak skilað umtalsverðum tekjum ásamt því að gefa út blaðið Velferð.

Hægt er að styrkja Hjartaheill á margvíslega hátt:

með frjálsum framlög á reikning 0515 – 26 – 88120 Kennitala 511083 – 0369
með því að hringja í síma 903 7100 styrkir þú Hjartaheill um 3.500,- kr.
með kaupum á minningarkorti hjartasjúklinga
með kaupum á heillaskeyti samtakanna
með kaupum á jólakortum
með kaupum á barmmerkjum
með því að gerast félagsmaður / stuðningsmaður. Árgjald 3.000,- kr.

Arfgjafir

Frá stofnun Hjartaheilla hafa nokkrir velunnarar samtakanna arfleitt Hjartaheill að hluta eða öllum eigum sínum. Slíkar gjafir hafa komið sér mjög vel og bera vott um þann einstaka hlýhug og velvilja sem Hjartaheill nýtur meðal þjóðarinnar.

Hugarfar þeirra sem arfleiða Hjartaheill að eigum sínum verður best þakkað með meira og betra starfi að velferð hjartasjúklinga, tækjagjöfum, stuðningi við efnaminni hjartasjúklinga, fræðslu og forvarnarstörfum.

Ef þú hefur hug á að arfleiða Hjartaheill að eigum þínum hafðu þá samband við starfsmenn samtakanna í síma 552 5744.

Arfgjafir til Hjartaheilla:

• Árið 1986 arfleiddi Marie Sopie Þorsteinsson Hjartaheill að íbúð sinni ásamt öllu innbúi.

• Árið 1994 arfleiddi Guðrún Einarsdóttir Hjartaheill að tveggja herbergja íbúð sinni ásamt innbúi.

• Árið 1995 arfleiddi Hjálmar Guðmundsson Hjartaheill að íbúð sinni, innanstokksmuna og nýrri Toyota bifreið.

• Árið 2010 arfleiddi Bára Þórðardóttir Hjartaheill að eignahluta sínum í fasteign í Kópavogi. Bára gaf sinn hluta til Hjartaheilla í minningu sonar síns sem lést 5. apríl 1981 þá rétt 13 ára gamall úr hvítblæði.

• Árið 2011 arfleiddi Andrés Tómasson Hjartaheill að öllum sínum eigum. Arfgjöf þessi er gefinn í minningu foreldra hans þeirra Eddu Andrésdóttur og Tómasar Hauks Jóhannssonar.

• Árið 2013 arfleiddi Jón Einarsson Hjartaheill að öllum sínum eigum.

• Árið 2014 arfleiddi Pálmi Harðarson Hjartaheill að stórum hluta eigna sinna.

Það er aldrei hægt að fullþakka fyrir slíkar gjafir en þær skipta miklu máli í rekstri félagasamtaka eins og Hjartaheilla sem byggir afkomu sína nær eingöngu á því fé sem tekst að afla með fjáröflunum á borð við merkjasölu, jólakortasölu, sölu minningakorta, framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Hjartaheill mun ávalt standa vörð í baráttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómum íslensku þjóðinni til heilla.

Skrifstofa samtakanna að Borgarúni 28a, 105 Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 10:00 til 14:00 – símatími frá kl. 10:30 til 11:30 í síma 552 5744.

Netfang: hjartaheill@hjartaheill.is Heimasíða: www.hjartaheill.is