Félag hjartasjúklinga á Austurlandi

Félag hjartasjúklinga á Austurlandi
FUNDARGERÐ

Aðalfundur haldinn á Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði sunnudaginn 25. september 2005, kl. 14.00.

Mættir voru : Aðalsteinn Valdimarsson, formaður
                  Friðrik Ingvarsson, gjaldkeri
                  Birgir Þ. Kjartansson, ritari  

Formaður félagsins Aðalsteinn Valdimarsson setti fundinn og stjórnaði honum, en til fundarins hafði verið boðaða með auglýsingu í Dagskránni, auglýsingablaði.

Áður en gengið var til dagskrár bauð formaður Hannes Sigmarsson, heilsugæslulækni  velkominn á fundinn. Hannes fræddi fundarmenn meðal hjartasjúklinga og nauðsyn þess að sjúklingar fari vel eftir leiðbeiningum og ráðleggingum um lyfjagjöf og meðferðarheldni.

Greindi hann frá því að sú ánægjulega breyting hefði orðið á því að bráðatilfellum vegna hjartaáfalla hefði fækkað verulega á Austurlandi, sem þakka má því eftirliti sem heilsugæslustöðvar bjóði fólki, kólestrolmælingar, eftirlit með háþrýsting og þolprófsmælingar. Hannes telur mikilvægt að lækka kólestrol í baráttunni við hjartasjúkdóma. Einnig hefur komið í ljós við rannsóknir að hátt kólestról getur legið í ættum. Allir lögreglubílar á Austurlandi hafa hjartastuðtæki. Hannes segir nauðsynlegt að heilsugæslan eignist HOLTER, mælitæki, sem mælir blóðþrýsting í 24. klst. , því oft eru sveiflur í blóðþrýstingi. Tæki sem þetta er ekki til á Austurlandi, en verið sé að leita tilboða hjá umboðsaðilum. Erindið og umræður fundarmanna og fyrirspurnir voru líflegar. Formaður þakkaði Hannesi, lækni hjartanlega fyrir komuna.
Að öðruleiti fór fundurinn fram með hefðbundnum hætti samkvæmt lögum félagsins og fundarboði.

Aðalsteinn sótti fund formanna allra deilda á landinu sem haldinn var að Hofi í Vatnsdal þann 11. september s.l. Á þeim fundi voru ýmis mál rædd t.d: Hvort hugsanlega sé hægt að fá félaga deildanna til að samþykkja að þeir styrki Hjarta heill með því að skuldfæra megi af greiðslukorti þeirra 100 til 200 krónur pr. mánuð.
Formaður greindi frá því helsta sem gerst hefur á starfsárinu. Veittur var styrkur til Hollvinafélags sjúkrahússins í Neskaupsstað.
Veittur var styrkur til L.H.Í, vegna kaupa á hjartastuðtækis.

Formaður greindi frá því að hann teldi nauðsynlegt að félagsmenn hugi að nýju formanni, þar sem hann hafi hug á að hætta sem formaður, en þar sem fáir eru á þessum fundi sé eðlilegt að bíða með umræður þar til síðar.
Gjaldkeri fór yfir reikninga starfsársins frá 01.09.2004 til 01.09.2005, en þeir eru sem fylgiblað með fundargerð.
Voru þeir samþykktir.

Aðalfundur Austurlandsdeildar Hjartaheilla samþykkir að styrkja ekki önnur líknarfélög með peningagjöfum, eða styrktarlínum.
Að almennu spjalli loknu var borið fram kaffi og  meðlæti.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:00
Birgir Þ. Kjartansson, ritari

Til fundar komu:
Greta Friðriksdóttir, Reyðarfjörður  
Sigmar Ólason, Reyðarfjörður      
Sigurjón Ólason, Reyðarfjörður
Friðrik Ingvarsson, Egilsstaðir
Sigmar Ingason, Fljótsdal
Elínborg Þorsteinsdóttir, Eskifjörður
Metusalem Ólason, Egilsstaðir
Agnar Jónsson, Fáskrúðsfjörður
Kjartan Pétursson, Eskifjörður
Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifjörður
Birgir Þ. Kjartansson, Hornafjörður