Golfmót Hjartaheilla 2018

Að þessu sinni verður mótið haldið á Selsvelli á Flúðum og byrjar kl. 10.00. Í mótslok borðum við heita súpu og brauð hjá Kaffi Seli og veitum verðlaun fyrir fyrstu þrjú efstu sætin.

Að venju spilum við 4 manna Texas Scramble og sér mótstjórn um að raða í lið. Reiknast forgjöf liðsins þannig, samanlögð forgjöf liðs deilt með 5, en er þó aldrei hærri en forgjöf þess liðsmanns sem er með lægstu forgjöfina.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti á hjartaheill@hjartaheill.is eða notið skráningarformið sem fylgir með tölvupósti þessum í síðasta lagi fimmtudaginn 9. ágúst kl. 16.00.

Skráning í mótið hér

Virðingarfyllst, mótstjórnin